Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 verður rætt við Báru Halldórsdóttur, konuna sem tók upp samræður þingmannanna sex á Klaustur bar. Einnig verður rætt við Ingu Sæland um stöðuna á þingi og hvernig stjórnarandstaðan getur starfað saman eftir að málið kom upp.

Fjallað verður um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem varð að lögum á Alþingi í dag og einnig um þær 640 fjölskyldur sem eru á biðlista eftir að fá greiningu á börnum sínum hjá Greiningar- og ráðgjafastöð Ríkisins eða þroska- og hegðunarstöð. En þær gætu þurft að bíða í tæp tvö ár.

Við fjöllum um það helsta af erlendum vettvangi, svo sem að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi látið af embætti sem formaður Kristilega Demókrataflokksins og kíkjum á æfingu hjá mjög óhuggulegum sirkús.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.