Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 verður rætt við Báru Halldórsdóttur, konuna sem tók upp samræður þingmannanna sex á Klaustur bar. Einnig verður rætt við Ingu Sæland um stöðuna á þingi og hvernig stjórnarandstaðan getur starfað saman eftir að málið kom upp.

Fjallað verður um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem varð að lögum á Alþingi í dag og einnig um þær 640 fjölskyldur sem eru á biðlista eftir að fá greiningu á börnum sínum hjá Greiningar- og ráðgjafastöð Ríkisins eða þroska- og hegðunarstöð. En þær gætu þurft að bíða í tæp tvö ár.

Við fjöllum um það helsta af erlendum vettvangi, svo sem að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi látið af embætti sem formaður Kristilega Demókrataflokksins og kíkjum á æfingu hjá mjög óhuggulegum sirkús.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×