Mál Ágústar Ólafs kom þingmanni Miðflokksins ekki á óvart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 16:36 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á von á því að fleiri mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið munu koma upp á yfirborðið. Fréttablaðið/Ernir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að yfirlýsing Ágústar Ólafs Ágústssonar hafi ekki komið honum á óvart. Í gær tilkynnti Ágúst að hann hygðist fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði Ágúst að hann hefði hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa tvívegis nálgast konu og spurt hana hvort þau ættu að kyssast. Þegar hún neitaði honum um koss lét Ágúst „mjög særandi orð falla um hana“ eins og Ágúst komst sjálfur að orði. Þorsteinn segir að burtséð frá persónu Ágústar – sem hann þekki sem ágætan mann – þá hafi það ekki komið honum á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið hafi komið fram í framhaldinu. Þetta sagði hann í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Ég er þess fullviss að við eigum eftir að sjá fleiri. Ég er alveg viss um það og það gerir okkur enn meira grein fyrir því hvað við eigum mikið verk fyrir höndum að endurvinna traust,“ segir Þorsteinn.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mál Ágústs sé mikið áfall fyrir flokkinn.Mynd/AlþingiMál Ágústar Ólafs gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að fréttirnar hefðu verið honum gríðarlegt áfall. „Við höfum gengið í gegnum á undanförnum misserum mikla umræðu um samskipti kynjanna, misrétti og kerfisbundið áreiti, Me too umræðuna sem Samfylkingin var auðvitað leiðandi afl í og lagði mikla áherslu á að við næðum einhverju fram þar og að við létum ekki bara orðin tóm gilda heldur létum verkin tala og sýndum það í rauninni. Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði að við skulum ekki vera komin lengra, sérstaklega við karlarnir, eigum eitthvað dálítið í land.“ Guðjón segir að yfirlýsing Ágústar tala fyrir sig sjálfa en að málið allt sé áfall. Það verði engin fjöður dregin yfir það. „En við, auðvitað, erum miður okkar í okkar flokki. Það er engin spurning.“Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/eyþórÞurfi að ráðast í erfið mál í miðri byltingu Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir málið hafa komið sér á óvart. „Hann er minn ágæti sessunautur það hefur farið vel á með okkur og ég las þetta bara þarna eins og allir aðrir, ég vona að Ágústi gangi vel að vinna úr sínum málum og virði hans ákvörðun fullkomlega og styð hann í því og vona að það gangi allt vel hjá honum.“ Hún segir að nú sé bylting í samfélaginu og að í henni felist að taka á ýmsum málum. Það sé ekki alltaf auðvelt. „Þetta er þvert á flokka. Það er engin pólitík í þessu, ekki að því leytinu heldur er þetta mannlegi þátturinn og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum.“Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkÆtlar að taka utan um Ágúst Ólaf Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau mál sem komið hafa upp að undanförnu séu hörmungar. „Ég nef nú tilhneigingu - sérstaklega á þessum tíma ársins – til að fyrirgefa fólki og vona að hlutirnir batni. Ég mun sennilega bara taka utan um Ágúst Ólaf þegar hann kemur og aðra. Ég held það sé ágætt fyrir okkur en ég er ekki að draga úr ábyrgð þeirra og skömminni.“ Tengdar fréttir „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að yfirlýsing Ágústar Ólafs Ágústssonar hafi ekki komið honum á óvart. Í gær tilkynnti Ágúst að hann hygðist fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði Ágúst að hann hefði hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa tvívegis nálgast konu og spurt hana hvort þau ættu að kyssast. Þegar hún neitaði honum um koss lét Ágúst „mjög særandi orð falla um hana“ eins og Ágúst komst sjálfur að orði. Þorsteinn segir að burtséð frá persónu Ágústar – sem hann þekki sem ágætan mann – þá hafi það ekki komið honum á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið hafi komið fram í framhaldinu. Þetta sagði hann í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Ég er þess fullviss að við eigum eftir að sjá fleiri. Ég er alveg viss um það og það gerir okkur enn meira grein fyrir því hvað við eigum mikið verk fyrir höndum að endurvinna traust,“ segir Þorsteinn.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mál Ágústs sé mikið áfall fyrir flokkinn.Mynd/AlþingiMál Ágústar Ólafs gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að fréttirnar hefðu verið honum gríðarlegt áfall. „Við höfum gengið í gegnum á undanförnum misserum mikla umræðu um samskipti kynjanna, misrétti og kerfisbundið áreiti, Me too umræðuna sem Samfylkingin var auðvitað leiðandi afl í og lagði mikla áherslu á að við næðum einhverju fram þar og að við létum ekki bara orðin tóm gilda heldur létum verkin tala og sýndum það í rauninni. Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði að við skulum ekki vera komin lengra, sérstaklega við karlarnir, eigum eitthvað dálítið í land.“ Guðjón segir að yfirlýsing Ágústar tala fyrir sig sjálfa en að málið allt sé áfall. Það verði engin fjöður dregin yfir það. „En við, auðvitað, erum miður okkar í okkar flokki. Það er engin spurning.“Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/eyþórÞurfi að ráðast í erfið mál í miðri byltingu Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir málið hafa komið sér á óvart. „Hann er minn ágæti sessunautur það hefur farið vel á með okkur og ég las þetta bara þarna eins og allir aðrir, ég vona að Ágústi gangi vel að vinna úr sínum málum og virði hans ákvörðun fullkomlega og styð hann í því og vona að það gangi allt vel hjá honum.“ Hún segir að nú sé bylting í samfélaginu og að í henni felist að taka á ýmsum málum. Það sé ekki alltaf auðvelt. „Þetta er þvert á flokka. Það er engin pólitík í þessu, ekki að því leytinu heldur er þetta mannlegi þátturinn og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum.“Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkÆtlar að taka utan um Ágúst Ólaf Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau mál sem komið hafa upp að undanförnu séu hörmungar. „Ég nef nú tilhneigingu - sérstaklega á þessum tíma ársins – til að fyrirgefa fólki og vona að hlutirnir batni. Ég mun sennilega bara taka utan um Ágúst Ólaf þegar hann kemur og aðra. Ég held það sé ágætt fyrir okkur en ég er ekki að draga úr ábyrgð þeirra og skömminni.“
Tengdar fréttir „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39