Innlent

Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum

Sighvatur Jónsson skrifar
„Það er nú alveg komið nóg“ og „Ég á ekki orð“ er meðal þess sem landsmenn segja þegar þeir eru spurður um álit sitt á þingmönnum og umfjöllun um Klaustursmálið svonefnda.

Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir fékk hrós fyrir þolinmæði þegar fréttastofa tók fólk tali. „Þolinmæðin í henni að vera allan þennan tíma, ég dáist að því. Og að þeir hafi ekki fattað það,“ sagði Steinunn Káradóttir yfir kaffibolla í Mjóddinni í dag.

„Ég á ekki orð yfir þetta,“ sagði Guðmar Hauksson og bætti við að þingmennirnir sem sátu að drykkju á barnum Klaustri og ræddu opinskátt um starfsfélaga sína væru búnir að vera. „Að minnsta kosti þrír þeirra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×