Innlent

Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum

Sighvatur Jónsson skrifar

„Það er nú alveg komið nóg“ og „Ég á ekki orð“ er meðal þess sem landsmenn segja þegar þeir eru spurður um álit sitt á þingmönnum og umfjöllun um Klaustursmálið svonefnda.

Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir fékk hrós fyrir þolinmæði þegar fréttastofa tók fólk tali. „Þolinmæðin í henni að vera allan þennan tíma, ég dáist að því. Og að þeir hafi ekki fattað það,“ sagði Steinunn Káradóttir yfir kaffibolla í Mjóddinni í dag.

„Ég á ekki orð yfir þetta,“ sagði Guðmar Hauksson og bætti við að þingmennirnir sem sátu að drykkju á barnum Klaustri og ræddu opinskátt um starfsfélaga sína væru búnir að vera. „Að minnsta kosti þrír þeirra.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.