Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 23:22 Frá því þegar Heiðveig skilaði gögnum til framboðs til Sjómannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira