Popp-pönk sveitin PUP spilar á Íslandi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:45 Kanadíska pönksveitin PUP er við það að ljúka mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Aðsend mynd. Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira