Lífið

Airwaves er líka fyrir börn

Benedikt Bóas skrifar
Natalie og félagar taka á móti barnafjölskyldum og lofa stuði og stemningu á reifi í Norræna húsinu.
Natalie og félagar taka á móti barnafjölskyldum og lofa stuði og stemningu á reifi í Norræna húsinu. Fréttablaðið/Stefán
Það verður ekkert til sparað á fjölskyldu-Airwaves Norræna hússins í dag. Viðburðurinn stendur yfir frá ellefu til fjögur. Það er ókeypis aðgangur og börnin fá að prófa að spila á ýmis hljóðfæri og standa á sviði. Opnaður verður tónlistarleikvöllur. Leiksvæði þar sem börn geta prufað hljóðfæri og hljóðforrit, leikið sér með hljóð og samið tónlist undir leiðsögn tónlistarfólks.

Klukkan þrjú hefst svo fjölskyldureif sem Dj Yamaho, betur þekkt sem Natalie Gunnarsdóttir, stýrir. Fjölskyldur geta sameinast í danspartíi og búningar, glimmer og sjálflýsandi aukahlutir hjartanlega velkomnir. „Ég ætla að spila danstónlist frá níunda áratugnum í bland við nýtt. Þetta snýst allt um stuð og það er akkúrat það sem verður á boðstólum,“ segir Natalie um tónlistarvalið og lofar mjög góðri stuðstemningu. „Já þetta verður mega stemning. Það er búið að búa til alvöru reifstemningu í Norræna húsinu og ég virkilega hlakka til að fá krakkana og foreldrana með á dansgólfið,“ segir hún.

Natalie á ekki börn sjálf en vinir hennar ætla að mæta með börnin sín. Hún gefur það heilræði að fólk mæti bara eins og það er stemmt og eins og það langar til. „Fólk mætir bara eins og því líður best. Það verður mikið um neonljós og leiserljós þannig að það myndi ekki skemma að mæta í einhverju hressandi,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×