Lífið

Barnsmóðir Diddy fannst látin

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Porter og Sean Diddy Combs.
Kim Porter og Sean Diddy Combs. Getty
Fyrirsætan og leikkonan Kim Porter, sem átti í stormasömu sambandi við tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs um þrettán ára skeið, fannst látin á heimili sínu í Los Angeles fyrr í dag. Hún varð 47 ára gömul.

TMZ  greinir frá því að lögregla hafi verið kölluð út að heimili Porter við Toluca Lake. Ekki liggur fyrir hvað dró Porter til dauða, en heimildarmaður TMZ segir að hún hafi að undanförnu verið með einkenni lungnabólgu. Hafi Porter greint lækni sínum frá því í gær að ástand hennar hafi ekkert batnað.

Samband þeirra Porter og Diddy hófst árið 1994 og hættu þau saman í síðasta sinn árið 2007. Þau eignuðust saman þrjú börn – soninn Christian Combs árið 1998 og tvíburastelpurnar Jessie James og D'Lila árið 2006. Hún átti einnig soninn Quincy úr fyrra sambandi.

Porter starfaði bæði sem fyrirsæta og leikkona og kom hún meðal annars fram í þætti Diddy, „I Want to Work for Diddy“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.