Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þeir sem hafa lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna sinn rétt að sögn formanns starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi. Hann segir lánin mögulega vera ólögleg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þá hittum við nemendur í íslensku við Háskóla Íslands sem eru óhræddir við að nota orð eins og að snooza, snappa eða chugga og segja að íslenskan sé í góðum málum. Tungumálinu er fagnað í dag í 23. sinn á Degi íslenskrar tungu.

Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum.

550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir niðurskurðarhnífnum en við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum.

Loks hittum við bræðurna Leffe, Ludde og Lapan sem eru nýkomnir til landsins og hafa verið í nokkra vikna einangrun. Þeir eru blindrahundar sem voru keyptir frá Svíþjóð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×