Segja engar grafir lagðar undir hótel Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 21:21 Frá mótmælunum í dag. Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag. Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag.
Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00