Stjörnuspá Siggu Kling – Sporðdrekinn: Hugur þinn getur verið oddhvass Sigga Kling skrifar 2. nóvember 2018 09:00 Elsku Sporðdrekinn minn, það er alveg sama hvert ég lít þessa dagana, allstaðar eru Sporðdrekar í kringum mig, það er eins og þið séuð að taka völdin, það voru 17 Sporðdrekar í 30 manna partý þar sem ég var að skemmta í vikunni, svo þið eruð á sjóðheitu tímabili til að gera eitthvað merkilegt, hvað svo sem þér finnst vera merkilegt og breyta lífi þínu og annarra. Ég get sagt það með sanni að orkan ykkar hefur ekki verið jafn sterk í marga mánuði, láttu engan hindra þig því þú ert með réttu svörin. Alveg eins og þú ert trygg og trú manneskja þá finnst þér gaman að daðra og þú átt fleiri aðdáendur en sólin en getur verið svolítið blindur á það. Það er gott hjá þér að taka áhættu, þá ferðu ‚úr hjólförunum sem þú ert búinn að hjakka í undanfarið. Hugur þinn getur verið oddhvass og þú átt það til að vera líka með oddhvassa tungu, svo vertu varkár það hafa ekki allir sama húmor og þú, sumir halda að þú sért hrokafullur og snobbaður, en það er bara þín vörn svo enginn sjái hvað þú ert mikið fuglshjarta. Þú hrífst af ástinni, en hræðist sársauka og það er svo ríkjandi í þér þú þurfir að ráða, en þú hefur um tvennt að velja, hræðslu eða ást svo kjóstu ástina. Ekki brjóta niður það sem þú hefur byggt upp og taktu eftir því að þegar þú talar hátt og yfir aðra, þá er það skortur á sjálfstrausti og getur ýtt undir sjálfseyðingarhvöt. Þú þarft svo sannarlega á uppörvun og hlýju að halda, en ekki bíða eftir því að einhver peppi þig upp þó þú þráir hrós frá fjölskyldu og vinum, gerðu það bara sjálfur, lestu uppbyggilegt, hlustaðu á eitthvað jákvætt því núna er rétti tíminn til að styrkja þann karakter sem svo sannarlega í þér býr. Það er mikið réttlæti í kortunum ef þú ert að bíða eftir að eitthvað verði sanngjarnt og snúist þér í hag, þá eru skilaboðin til þín að núna ertu að fá það réttlæti sem þú ert búinn að berjast fyrir. Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari, Björk, Indira Ghandi, Karl bretaprins, Hillary Clinton, Leonardo DiCaprio, Magnús Scheving, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Guðný Hrefna Sverrisdóttir, flugfreyja og gourmé kokkur, Hörður Ágústsson Macland snillingur, Indira Gandhi, Guðrún Ásmundsdóttir og Calvin Klein. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Elsku Sporðdrekinn minn, það er alveg sama hvert ég lít þessa dagana, allstaðar eru Sporðdrekar í kringum mig, það er eins og þið séuð að taka völdin, það voru 17 Sporðdrekar í 30 manna partý þar sem ég var að skemmta í vikunni, svo þið eruð á sjóðheitu tímabili til að gera eitthvað merkilegt, hvað svo sem þér finnst vera merkilegt og breyta lífi þínu og annarra. Ég get sagt það með sanni að orkan ykkar hefur ekki verið jafn sterk í marga mánuði, láttu engan hindra þig því þú ert með réttu svörin. Alveg eins og þú ert trygg og trú manneskja þá finnst þér gaman að daðra og þú átt fleiri aðdáendur en sólin en getur verið svolítið blindur á það. Það er gott hjá þér að taka áhættu, þá ferðu ‚úr hjólförunum sem þú ert búinn að hjakka í undanfarið. Hugur þinn getur verið oddhvass og þú átt það til að vera líka með oddhvassa tungu, svo vertu varkár það hafa ekki allir sama húmor og þú, sumir halda að þú sért hrokafullur og snobbaður, en það er bara þín vörn svo enginn sjái hvað þú ert mikið fuglshjarta. Þú hrífst af ástinni, en hræðist sársauka og það er svo ríkjandi í þér þú þurfir að ráða, en þú hefur um tvennt að velja, hræðslu eða ást svo kjóstu ástina. Ekki brjóta niður það sem þú hefur byggt upp og taktu eftir því að þegar þú talar hátt og yfir aðra, þá er það skortur á sjálfstrausti og getur ýtt undir sjálfseyðingarhvöt. Þú þarft svo sannarlega á uppörvun og hlýju að halda, en ekki bíða eftir því að einhver peppi þig upp þó þú þráir hrós frá fjölskyldu og vinum, gerðu það bara sjálfur, lestu uppbyggilegt, hlustaðu á eitthvað jákvætt því núna er rétti tíminn til að styrkja þann karakter sem svo sannarlega í þér býr. Það er mikið réttlæti í kortunum ef þú ert að bíða eftir að eitthvað verði sanngjarnt og snúist þér í hag, þá eru skilaboðin til þín að núna ertu að fá það réttlæti sem þú ert búinn að berjast fyrir. Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari, Björk, Indira Ghandi, Karl bretaprins, Hillary Clinton, Leonardo DiCaprio, Magnús Scheving, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Guðný Hrefna Sverrisdóttir, flugfreyja og gourmé kokkur, Hörður Ágústsson Macland snillingur, Indira Gandhi, Guðrún Ásmundsdóttir og Calvin Klein.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira