Megn ólykt frá skólpi sem stendur í pollum Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Aukinn fjöldi ferðamanna ástæða ástandsins í Skaftafelli. Fréttablaðið/Vilhelm Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15