Innlent

Björn Bragi segir sig frá Gettu betur

Jakob Bjarnar skrifar
Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki.
Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki.
Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi.

Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar.

Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum.

„Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki.

Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður.

Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“

Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.