Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2018 20:00 Brúin yfir Gilsfjörð stytti Vestfjarðaveg um 17 kílómetra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira