Berst um Eystrasaltsbeltið í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 09:00 Valgerður Guðsteinsdóttir eyddi tíma í undirbúningnum við æfingar í Svíþjóð með sænskum hnefaleikakonum sem eru í fremstu röð. Fréttablaðið/Anton Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira