Arnaldur rýfur fimm hundruð þúsunda eintaka sölu á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 14:22 Arnaldur hefur undanfarin árin einokað toppsæti bóksölulista og ætlar sér alveg áreiðanlega að verja það þetta árið. „Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði. Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald Indriðason mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi. Nokkur spenna ríkir í herbúðum þessa stærsta bókaútgefanda landsins vegna þessa og komandi jólabókavertíðar. Nú er að flæða að. Og þar, sem fyrr, verður Arnaldur fyrirferðarmikill. Hann hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum; ekkert lát virðist á vinsældum hans. Í fyrra var bók hans Myrkrið veit á toppnum en Sólrún Diego, Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Helgason voru meðal þeirra sem sóttu að honum þá. Hver mun keppa við hann nú á eftir að koma í ljós.Kápa nýju bókar Arnaldar.Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, fer í dreifingu 1. nóvember. Er sú dagsetning samkvæmt hefð. Skömmu eftir að bókin fer í búðir selst fimmhundruð þúsundasta eintak af bókum Arnaldar á Íslandi. Það er fyrirliggjandi. Forlagið mun af því tilefni efna til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miðar í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Helst er á Agli Erni að heyra að hann sjálfur ætli að taka þátt í leiknum, svo ánægður er hann með vinningana. En, bókin sjálf, hefst á því að ungrar konu sem hefur verið í neyslu er saknað. Fjölskyldan biður Konráð lögreglumann, sem lesendur Arnaldar eru farnir að þekkja, um að leita hennar. Hann er þó mest með hugann við löngu liðna atburði.
Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira