Sport

Vonn ætlar að hætta á næsta ári

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vonn hefur átt ótrúlegan feril.
Vonn hefur átt ótrúlegan feril. vísir/getty
Skíðadrottningin Lindsey Vonn hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna á næsta ári. Skiptir engu hvort hún verði búin að slá frægt met Ingemar Stenmark.

Vonn hefur lengi verið að elta met Svíans Stenmark sem vann 86 heimsbikarmót á sínum ferli. Vonn er fjórum sigrum á eftir Stenmark.

Í febrúar sagðist hún ekki ætla að hætta fyrr en hún hefði slegið metið en nú kveður við annan tón.

„Það væri alger draumur ef ég myndi eigna mér þetta met. Ef ekki þá hef ég samt átt stórkostlegan feril. Ég verð alltaf sigursælasta skíðakona allra tíma,“ sagði Vonn sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu ár og óraunhæft fyrir hana að reyna að halda áfram meira en eitt tímabil í viðbót.

„Líkamlega gengur þetta ekki upp hjá mér. Ég hef áhuga á því að geta hreyft mig er ég eldist og verð því að vera skynsöm hversu nærri mér ég geng í þessum bransa. Það tekur meira við þegar þessu lýkur.“

Skíðatímabilið hefst í desember og Vonn ætlar að taka þátt í öllum brun- og risasvigskeppnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×