Innlent

Ferðamaður í sjálfheldu á ísjaka

Atli Ísleifsson skrifar
Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls.
Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna manns sem fastur er á ísjaka í lóni Svínafellsjökuls.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tilkynning hafi borist lögreglu 13:20. Hann segir manninn hafa fallið í lónið og náð að klifra upp á jakann þar sem hann er nú fastur.

Uppfært klukkan 14:10
Sveinn Kristján Rúnarsson segir ferðamanninn kominn á land og að björgunarsveitarmenn úr Öræfum hlúi að honum. Lögreglumenn og sjúkrabíll eru væntanlegir á vettvang en Sveinn segir manninn ekki lífshættu, en að hann sé blautur og kaldur.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.