Enski boltinn

Gylfi á forsíðunni um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson ræðir fótboltann og lífið.
Gylfi Þór Sigurðsson ræðir fótboltann og lífið. mynd/everton
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton taka á móti Crystal Palce á sunnudaginn en úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleikjafrí í hádeginu á morgun.Gylfi hefur farið frábærlega af stað með Everton og slegið algjörlega í gegn í síðustu leikjum. Hann er búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur leikjum og hefur fjölgað lykilsendingum sínum til muna.The Guardian setti Gylfa í gær í annað sætið yfir leikmenn sem hafa bætt sig mest á milli leiktíða en þar stóð í umsögn um Hafnfirðinginn að nú væri Everton að fá það sem það keypti fyrir 45 milljónir punda í fyrra.Það er því kannski við hæfi að Gylfi Þór prýði forsíðu leikjadagskrár Everton á Goodison Park um helgina þegar að Palace kemur í heimsókn en þar er íslenski landsliðsmaðurinn í viðtali.Gylfi talar þar um uppruna sinn í Hafnarfirðinum og hvernig faðir hans og bróðir hjálpuðu honum að komast á þann stað sem að hann er í dag. Vafalítið áhugaverð lesning sem vallargestir í Guttagarði geta farið yfir á sunnudaginn.

Gylfi á forsíðunni.mynd/everton

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.