Óhagstæð skilyrði þrengi svigrúm til launahækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2018 12:45 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni. Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram óbreyttir 4,25%, til að minnsta kosti 7. nóvember næstkomandi, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var birt í morgun segir að peningastefnan á næstunni muni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn muni fylgjast grannt með komandi kjaraviðræðum. „Það er alveg ljóst að til lengdar þurfa launaákvarðanir að samræmast verðbólgumarkmiði. Þess vegna munum við fylgjast vel með," segir hún. Verði launahækkanir of miklar, og samrýmist ekki verðbólgumarkmiði bankans, muni það líklega leiða til vaxtahækkunar. Hún segir svigrúmið ekki mikið. „Við erum alltaf með þessa sömu möntru. Það er verðbólgumarkmið plús framleiðnimarkmið til lengdar. Þannig að það er í rauninni að meðaltali einhver fjögur prósent, haldist annað óbreytt," segir Rannveig. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bætir við að þetta sé svigrúmið til lengri tíma. Færa megi rök fyrir því að svigrúmið til skemmri tíma sé jafnvel minna. „Olíuverð hefur hækkað mjög mikið. Við erum að sjá hvað gerist varðandi eina af okkar útflutningsgreinum, sem er flugið, sem er ekki að fá hækkanir á sínum afurðaveðrum. Raunlaun eru þegar orðin mjög há, raungengið er mjög hátt. Og þess vegna er alveg hægt að færa rök fyrir því að svigrúmið um þessar mundir sé minna heldur en langtíma svigrúmið," segir Már.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira