Heitir því að elta þá uppi sem unnu skemmdarverk við vinsæla fjörupotta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 11:00 Umgengnin var eins og eftir svín að sögn Elvars Reykjalín. Mynd/Elvar Reykjalín Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum