Bíó og sjónvarp

Nýir þættir í anda Skam

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir fylgja eftir Gunnhildi sem er á unglingsaldri
Þættirnir fylgja eftir Gunnhildi sem er á unglingsaldri

Norsku unglingaþættirnir Lovleg eru komnir inn á Stöð 2 maraþon í heild sinni en þættirnir minna á norsku unglingaþættina vinsælu Skam.

Þættirnir Lovleg eru glænýir þættir frá NRK í Noregi  og fylgja eftir Gunnhildi sem flytur að heiman til að halda áfram skólagöngu sinni í bænum Sandane.

Þar leigir hún herbergi í íbúð ásamt þeim Söru, Peter og Alexander þar sem ýmislegt skrautlegt gengur á.

Í Noregi hafa þeir fengið góðar viðtökur og eru unglingaþættir af þessari tegund heldur betur að slá í gegn á Norðurlöndunum.

Fyrsta þáttaröðin er komin í heild sinni inn á Stöð 2 Maraþon og er von er á annarri þáttaröð fljótlega eftir áramót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.