Sterkt ungmennaleikhús Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. október 2018 07:30 Fyrsta skiptið er samið af ungu fólki sem leikur jafnframt í sýningunni. Fréttablaðið/Anton Brink Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði hefur lengi lagt sérstaka áherslu á sýningar fyrir ungmenni. Þar er Björk Jakobsdóttir í forgrunni en segja má að hún hafi sérhæft sig í leikstjórn sýninga sem ætlaðar eru ungmennum. „Þarna finnst mér skemmtilegast að vera. Ég virðist ná ágætlega til ungmenna og í leikhúsflórunni er vöntun á sýningum fyrir þennan hóp,“ segir Björk. „Gaflaraleikhúsið er atvinnuleikhús og það er meðvituð stefna okkar að vinna með ungmennum. Við höfum náð að byggja upp góðan áhorfendahóp og erum að fá í kringum tíu þúsund unglinga í leikhús á ári. Aðsóknin er mikil og sömuleiðis skynjum við mikla eftirvæntingu þegar líða fer að sýningum. Við viljum skapa sterkt og vandað ungmennaleikhús.“ Leikhúsið fékk nýlega styrk frá Leiklistarráði og Björk segir það skipta miklu máli. „Ég er mjög montin vegna þess að við fengum þennan styrk sem mér finnst vera viðurkenning á þörfinni fyrir verk sem höfða til ungmenna. Þetta var líka viðurkenning á að við séum í atvinnumennsku, en stundum fær maður skilaboðin: Já, hún er bara að vinna með unglingum. Alveg eins og sagt er við barnabókahöfunda: Hann/hún er bara að skrifa fyrir börn. Nú fengum við þennan góða og mikilvæga styrk og erum þakklát fyrir hann.“„Ég virðist ná ágætlega til ungmenna,“ segir Björk en vinur hennar Grímur stillti sér upp með henni.Fréttablaðið/Anton BrinkLíka fyrir gamla settið Næstkomandi sunnudag, 14. október, frumsýnir Gaflaraleikhúsið leikritið Fyrsta skiptið sem samið er af hópi ungmenna sem fara jafnframt með hlutverk í sýningunni. Þar er meðal annars fjallað um fyrsta kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrstu ástarsorgina og svo framvegis. Höfundar verksins eru Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson, sem öll eru um tvítugt. Mikael og Óli Gunnar eru, ásamt Halli Ingólfssyni, höfundar frumsaminna laga sem flutt eru í sýningunni. „Þetta er sýning fyrir alla sem eru byrjaðir að hugsa um fyrsta skiptið, áttunda bekk og upp úr,“ segir Björk sem hvetur foreldra einnig til að mæta. „Auðvitað vilja ekki allir unglingar fara með foreldrum sínum í leikhús en ef þeir treysta sér til að taka gamla settið með þá er sýningin ekki síður fyrir þá. Það er líka gott fyrir þá fullorðnu að fá sýn inn í heim sem er skrifaður af unglingum.“ Með húmorinn að leiðarljósi Þegar kemur að íslenskum leikverkum fyrir ungmenni hefur verið stefna Gaflaraleikhússins að fá ungt fólk til að skrifa verkin og leika í þeim. „Þjóðfélagið breytist svo hratt og við fullorðna fólkið eigum til að skrifa með uppeldislegum forvarnaráherslum af því að við viljum unga fólkinu svo óskaplega vel. Það er í hugarfari okkar eldri kynslóða að heimurinn sé um það bil að farast með komandi kynslóð. Ef við fjöllum um kynlíf þá stöldrum við oft við þar sem eitthvað er að, fjöllum um erfið efni eins og nauðgun og tölvufíkn og skilaboðin eru: Passið ykkur krakkar! Það er annar tónn í verki sem er samið af ungmennum. Í þessu verki tókum við meðvitaða ákvörðun um að fjalla ekki um nauðganir og ekki sérstaklega um kynhneigð, heldur er umfjöllunarefnið það að elska,“ segir Björk. Björk, sem er leikstjóri sýningarinnar, segist einnig vera eins konar handritsstýra. „Varðandi þetta handrit þá bað ég krakkana að hugsa ekki um leikritalega uppbyggingu heldur skrifa allt sem kæmi upp í huga þeirra. Þessum púslum röðuðum við síðan saman og þar nýttist reynsla mín mjög vel. Í þessu verki viljum við vera með húmorinn að leiðarljósi, það þarf að vera gaman. Um leið megum við ekki svíkja málefnið þannig að við þurfum að þora. Svo þarf að vera þarna ákveðin einlægni. Síðan langaði mig til að setja á svið verk um efni eins og þetta án þess að vera með nítján ára börn sem fækkuðu fötum eða færu í sleik. Persónulega dett ég út ef það er mikil nekt á sviði. Maður þarf að spyrja sig hvað maður eigi að vera djarfur og einlægur án þess að ganga of langt. Það hefur verið glíma að finna þennan tón. Ég held að við höfum fundið hann.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði hefur lengi lagt sérstaka áherslu á sýningar fyrir ungmenni. Þar er Björk Jakobsdóttir í forgrunni en segja má að hún hafi sérhæft sig í leikstjórn sýninga sem ætlaðar eru ungmennum. „Þarna finnst mér skemmtilegast að vera. Ég virðist ná ágætlega til ungmenna og í leikhúsflórunni er vöntun á sýningum fyrir þennan hóp,“ segir Björk. „Gaflaraleikhúsið er atvinnuleikhús og það er meðvituð stefna okkar að vinna með ungmennum. Við höfum náð að byggja upp góðan áhorfendahóp og erum að fá í kringum tíu þúsund unglinga í leikhús á ári. Aðsóknin er mikil og sömuleiðis skynjum við mikla eftirvæntingu þegar líða fer að sýningum. Við viljum skapa sterkt og vandað ungmennaleikhús.“ Leikhúsið fékk nýlega styrk frá Leiklistarráði og Björk segir það skipta miklu máli. „Ég er mjög montin vegna þess að við fengum þennan styrk sem mér finnst vera viðurkenning á þörfinni fyrir verk sem höfða til ungmenna. Þetta var líka viðurkenning á að við séum í atvinnumennsku, en stundum fær maður skilaboðin: Já, hún er bara að vinna með unglingum. Alveg eins og sagt er við barnabókahöfunda: Hann/hún er bara að skrifa fyrir börn. Nú fengum við þennan góða og mikilvæga styrk og erum þakklát fyrir hann.“„Ég virðist ná ágætlega til ungmenna,“ segir Björk en vinur hennar Grímur stillti sér upp með henni.Fréttablaðið/Anton BrinkLíka fyrir gamla settið Næstkomandi sunnudag, 14. október, frumsýnir Gaflaraleikhúsið leikritið Fyrsta skiptið sem samið er af hópi ungmenna sem fara jafnframt með hlutverk í sýningunni. Þar er meðal annars fjallað um fyrsta kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrstu ástarsorgina og svo framvegis. Höfundar verksins eru Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson, sem öll eru um tvítugt. Mikael og Óli Gunnar eru, ásamt Halli Ingólfssyni, höfundar frumsaminna laga sem flutt eru í sýningunni. „Þetta er sýning fyrir alla sem eru byrjaðir að hugsa um fyrsta skiptið, áttunda bekk og upp úr,“ segir Björk sem hvetur foreldra einnig til að mæta. „Auðvitað vilja ekki allir unglingar fara með foreldrum sínum í leikhús en ef þeir treysta sér til að taka gamla settið með þá er sýningin ekki síður fyrir þá. Það er líka gott fyrir þá fullorðnu að fá sýn inn í heim sem er skrifaður af unglingum.“ Með húmorinn að leiðarljósi Þegar kemur að íslenskum leikverkum fyrir ungmenni hefur verið stefna Gaflaraleikhússins að fá ungt fólk til að skrifa verkin og leika í þeim. „Þjóðfélagið breytist svo hratt og við fullorðna fólkið eigum til að skrifa með uppeldislegum forvarnaráherslum af því að við viljum unga fólkinu svo óskaplega vel. Það er í hugarfari okkar eldri kynslóða að heimurinn sé um það bil að farast með komandi kynslóð. Ef við fjöllum um kynlíf þá stöldrum við oft við þar sem eitthvað er að, fjöllum um erfið efni eins og nauðgun og tölvufíkn og skilaboðin eru: Passið ykkur krakkar! Það er annar tónn í verki sem er samið af ungmennum. Í þessu verki tókum við meðvitaða ákvörðun um að fjalla ekki um nauðganir og ekki sérstaklega um kynhneigð, heldur er umfjöllunarefnið það að elska,“ segir Björk. Björk, sem er leikstjóri sýningarinnar, segist einnig vera eins konar handritsstýra. „Varðandi þetta handrit þá bað ég krakkana að hugsa ekki um leikritalega uppbyggingu heldur skrifa allt sem kæmi upp í huga þeirra. Þessum púslum röðuðum við síðan saman og þar nýttist reynsla mín mjög vel. Í þessu verki viljum við vera með húmorinn að leiðarljósi, það þarf að vera gaman. Um leið megum við ekki svíkja málefnið þannig að við þurfum að þora. Svo þarf að vera þarna ákveðin einlægni. Síðan langaði mig til að setja á svið verk um efni eins og þetta án þess að vera með nítján ára börn sem fækkuðu fötum eða færu í sleik. Persónulega dett ég út ef það er mikil nekt á sviði. Maður þarf að spyrja sig hvað maður eigi að vera djarfur og einlægur án þess að ganga of langt. Það hefur verið glíma að finna þennan tón. Ég held að við höfum fundið hann.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira