RIFF er handan við hornið! 22. september 2018 09:15 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin á næstu dögum. Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab. Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab.
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira