RIFF er handan við hornið! 22. september 2018 09:15 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin á næstu dögum. Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab. Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upplýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir áhugasama. RIFF um alla borg RIFF sér um að gera hátíðina sýnilega sem flestum og koma hátíðinni til borgarbúanna. Í ár mun RIFF vera í samstarfi við The One Minutes sem er alþjóðlegt tengslanet helgað kvikmyndum. Frá árinu 1998 hafa The One Minutes framleitt og dreift yfir 17.000 vídeó verkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum. Einnar mínútu myndirnar verða sýndar í nokkrum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, Mandí, strætó og á fleiri stöðum. Hreyfimyndasmiðja Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson, höfundar stillukvikmyndarinnar Marglita marglyttan, halda hreyfimyndasmiðju fyrir einstaklinga átta ára og eldri á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er um tveggja klukkustunda löng og fá þátttakendur að gera sína eigin stillukvikmynd í smiðjunni. Skráning fer fram á heimasíðum bókasafnanna en smiðjurnar fara fram í Bókasafni Kópavogs 29. september frá kl. 14.00–16.00, í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 7. október kl. 14.00–16.00 og í Bókasafni Seltjarnarness 6. október kl. 11.30–13.30. Flokkar kvikmynda á hátíðinni Um 100 kvikmyndir hafa verið sýndar á RIFF frá um 40 löndum frá upphafi. Kvikmyndunum er skipt upp í flokka til að hafa hátíðina sem aðgengilegasta. Flokkarnir eru: Erlendar stuttmyndir, Fyrir opnu hafi, Gulleggið, Heimildarmyndir, Ísland í brennidepli, Íslenskar stuttmyndir, LUX verðlaunin, Norðurslóðir, Önnur framtíð, Special screenings, Upprennandi meistari, Vitranir og Sjónarrönd: Eystrasaltslöndin. Leikarinn Mads Mikkelsen mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Meistaraspjall Á hátíðinni verða nokkrir meistaratímar eða master classes þar sem þekktir og fróðir kvikmyndagerðarmenn stýra umræðum um mikilvæg málefni eins og kvikmyndagerð og jafnrétti. Þannig verða sér umræður um kvikmyndagerð Jonas Mekas sem er kallaður guðfaðir bandaríska framúrstefnubíósins og nokkrir aðrir kvikmyndagerðarmenn fá sérumræður, einnig verður þema eins panelsins Konur og kvikmyndagerð. Sergei Loznitsa verður föstudaginn 28. september kl. 13.00 í Norræna húsinu. Í meistaraspjalli sínu einblínir Sergei Loznitsa á hvernig mörkin á milli skáldskapar og veruleika eru óðum að þurrkast út á tímum falsfrétta og síðsannleika. Til hliðsjónar hefur hann nýjustu mynd sína, Donbass, sem jafnframt er opnunarmynd RIFF í ár. Jonas Mekas verður fimmtudaginn 4. október kl. 13.00 í Norræna húsinu. Laila Palkanina verður fimmtudaginn 4. október kl. 14.45 í Norræna húsinu. Stefnumót við athugunarbíó Lailu Pakalnina í samstarfi við kvikmyndasmiðjuna RIFF Talent Lab.
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira