Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2018 10:15 Bjarni Már er ósáttur við það hvernig umræðan hefur þróast og vonar að úttekt muni leiða hið rétta í ljós. fréttablaðið/GVA/ERNIR Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis OR, segir málið komið í farveg sem hann er sáttur við. „Ég er ánægður með það að málið sé komið í farveg. Gerð verður úttekt á málinu öllu og ég óttast það ekki,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi.Flókin atburðarás Eins og fram hefur komið var Bjarna Má vikið frá störfum eftir fund Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR og Áslaugu Thelmu Einarsdóttur og eiginmanns hennar Einars Bárðarsonar. Þau hjónin eru afar ósátt við það að Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá ON. Áslaug Thelma hefur sagt uppsögn sína fullkomlega tilhæfulausa og ætlar að sækja rétt sinn.Hér er atburðarás hins fremur flókna máls rakin. Stjórn OR hefur haft málið til umfjöllunar og efnt hefur verið úttektar á málinu öllu. Bjarni fagnar því en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Þó liggur fyrir að hans útleggingar á því hvers vegna Áslaug Thelma var látin fara frá fyrirtækinu ríma ekki við sýn Áslaugar á aðdraganda þess. Ekki öll kurl komin til grafar Bjarni Már vísar til þess að hann sé bundinn trúnaði og vill ekki fara yfir það hvernig það horfir við sér. En, fagnar úttekt á málinu, eins og áður sagði.„Ég treysti því að þar sé rými fyrir staðreyndir málsins.“ Vísir hafði eftir Bjarna fljótlega eftir að málið kom upp að hann sé ekki sá dónakall sem fólk vill ætla. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga mun annast rannsóknina en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu þeirrar úttektar er að vænta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, óskaði eftir því að stíga tímabundið til hliðar meðan úttektin fer fram, sem snýr meðal annars að vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. Borgarstjórn MeToo Orkumál Stjórnsýsla Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis OR, segir málið komið í farveg sem hann er sáttur við. „Ég er ánægður með það að málið sé komið í farveg. Gerð verður úttekt á málinu öllu og ég óttast það ekki,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi.Flókin atburðarás Eins og fram hefur komið var Bjarna Má vikið frá störfum eftir fund Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR og Áslaugu Thelmu Einarsdóttur og eiginmanns hennar Einars Bárðarsonar. Þau hjónin eru afar ósátt við það að Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá ON. Áslaug Thelma hefur sagt uppsögn sína fullkomlega tilhæfulausa og ætlar að sækja rétt sinn.Hér er atburðarás hins fremur flókna máls rakin. Stjórn OR hefur haft málið til umfjöllunar og efnt hefur verið úttektar á málinu öllu. Bjarni fagnar því en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Þó liggur fyrir að hans útleggingar á því hvers vegna Áslaug Thelma var látin fara frá fyrirtækinu ríma ekki við sýn Áslaugar á aðdraganda þess. Ekki öll kurl komin til grafar Bjarni Már vísar til þess að hann sé bundinn trúnaði og vill ekki fara yfir það hvernig það horfir við sér. En, fagnar úttekt á málinu, eins og áður sagði.„Ég treysti því að þar sé rými fyrir staðreyndir málsins.“ Vísir hafði eftir Bjarna fljótlega eftir að málið kom upp að hann sé ekki sá dónakall sem fólk vill ætla. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga mun annast rannsóknina en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu þeirrar úttektar er að vænta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, óskaði eftir því að stíga tímabundið til hliðar meðan úttektin fer fram, sem snýr meðal annars að vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða.
Borgarstjórn MeToo Orkumál Stjórnsýsla Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25