Þjóð á krossgötum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. september 2018 08:00 Bókin talar inn í nútímann og framtíðina, segir Guðrún Nordal um verk sitt Skiptidaga. Fréttablaðið/Ernir Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð er bók eftir Guðrúnu Nordal, prófessor og forstöðumann Árnastofnunar. Verkið er ferðalag höfundar um sögu Íslands og bókmenntir þjóðarinnar. „Ég fjalla um tímana sem við lifum, hugmyndir okkar um Ísland og sögurnar sem við segjum af sjálfum okkur. Við finnum öll að við lifum mikið breytingaskeið, stórstígar og hraðar breytingar á tækni, samfélagsgerð og auðvitað umhverfi okkar. Titillinn Skiptidagar vísar í að við stöndum á krossgötum, sem er reyndar eftirsóknarverður staður, því að þá er hægt að velja nýja leið. Við þurfum þá að spyrja hverju við skiptum út, hvað eigi að koma í staðinn og hvað af því sem hefur fylgt okkur gegnum aldirnar geti orðið nesti fyrir nýja kynslóð,“ segir Guðrún.Frjáls hugleiðing Bókin er persónuleg og Guðrún segir að sig hafi langað til að skrifa hana sem frjálsa hugleiðingu. „Ég fer í gegnum söguna, allt frá landnámi, rökræði og spyr spurninga jafnharðan. Til að fá jarðtengingu leyfi ég mér blanda mínu fólki inn í söguna, sem tengingu við fortíð sem var lengi mjög óbreytt. Almenningur bjó við þröngar aðstæður um aldir og hafði litla möguleika til að breyta þeim. Svo varð þessi mikla bylting rétt fyrir þarsíðustu aldamót þegar möguleikar opnuðust fyrir fólk að hreyfa sig úr stað og margir völdu þá hreinlega að flytja vestur um haf í leit að nýjum tækifærum. Langafi minn var einn þeirra. Mörg eigum við afa og ömmur sem fæddust í gamla tímanum sem virðist svo fjarlægur. Ég var svo heppin að þekkja afa mína og ömmur og ég nota sögu þeirra, sem hægt er að heimfæra upp á hvern einasta Íslending, sem millistykki milli gamla tímans og nútíðarinnar.Nauðsynlegt að segja margar sögur Guðrún segir að nauðsynlegt sé að leyfa fleiri frásögnum að hljóma en venjulega er gert þegar við hugsum um fortíðina en ekki síður samtímann. „Ef við segjum margar sögur og drögum fram alls konar sjónarhorn hugsum við breiðar og dýpra um það hvaðan við komum – og hvert við erum að fara. Það kennir okkur líka ákveðna hógværð og kemur í veg fyrir að við hreykjum okkur um of. Þá munum við líka átta okkur betur á því að í gegnum aldirnar vorum við í rauninni öll að berjast við að komast í gegnum lífið. Í einum kaflanum fjalla ég til dæmis um að það blasti alls ekki við að við skyldum yfirleitt lifa af, sérstaklega á 18. öld. Þar nota ég bókina Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnsson sem útgangspunkt. Í henni er merkileg greining á mannfjölda og aðstæðum og hörmungum sem þjóðin gekk í gegnum, en einnig fjallað um mikilvægi þess að vinna sig út úr þeim. Bókin talar inn í nútímann og framtíðina og í því sambandi legg ég áherslu á þekkingarsköpun í víðum skilningi og sköpunarkraft sem hefur skipt miklu máli í lífi okkar hér á þessari litlu eyju. Með því að draga þetta upp á persónulegan og vonandi snarpan hátt vona ég að ég nái að tengja við lesendur þannig að þeir hugleiði og rökræði skiptidagana sem við lifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð er bók eftir Guðrúnu Nordal, prófessor og forstöðumann Árnastofnunar. Verkið er ferðalag höfundar um sögu Íslands og bókmenntir þjóðarinnar. „Ég fjalla um tímana sem við lifum, hugmyndir okkar um Ísland og sögurnar sem við segjum af sjálfum okkur. Við finnum öll að við lifum mikið breytingaskeið, stórstígar og hraðar breytingar á tækni, samfélagsgerð og auðvitað umhverfi okkar. Titillinn Skiptidagar vísar í að við stöndum á krossgötum, sem er reyndar eftirsóknarverður staður, því að þá er hægt að velja nýja leið. Við þurfum þá að spyrja hverju við skiptum út, hvað eigi að koma í staðinn og hvað af því sem hefur fylgt okkur gegnum aldirnar geti orðið nesti fyrir nýja kynslóð,“ segir Guðrún.Frjáls hugleiðing Bókin er persónuleg og Guðrún segir að sig hafi langað til að skrifa hana sem frjálsa hugleiðingu. „Ég fer í gegnum söguna, allt frá landnámi, rökræði og spyr spurninga jafnharðan. Til að fá jarðtengingu leyfi ég mér blanda mínu fólki inn í söguna, sem tengingu við fortíð sem var lengi mjög óbreytt. Almenningur bjó við þröngar aðstæður um aldir og hafði litla möguleika til að breyta þeim. Svo varð þessi mikla bylting rétt fyrir þarsíðustu aldamót þegar möguleikar opnuðust fyrir fólk að hreyfa sig úr stað og margir völdu þá hreinlega að flytja vestur um haf í leit að nýjum tækifærum. Langafi minn var einn þeirra. Mörg eigum við afa og ömmur sem fæddust í gamla tímanum sem virðist svo fjarlægur. Ég var svo heppin að þekkja afa mína og ömmur og ég nota sögu þeirra, sem hægt er að heimfæra upp á hvern einasta Íslending, sem millistykki milli gamla tímans og nútíðarinnar.Nauðsynlegt að segja margar sögur Guðrún segir að nauðsynlegt sé að leyfa fleiri frásögnum að hljóma en venjulega er gert þegar við hugsum um fortíðina en ekki síður samtímann. „Ef við segjum margar sögur og drögum fram alls konar sjónarhorn hugsum við breiðar og dýpra um það hvaðan við komum – og hvert við erum að fara. Það kennir okkur líka ákveðna hógværð og kemur í veg fyrir að við hreykjum okkur um of. Þá munum við líka átta okkur betur á því að í gegnum aldirnar vorum við í rauninni öll að berjast við að komast í gegnum lífið. Í einum kaflanum fjalla ég til dæmis um að það blasti alls ekki við að við skyldum yfirleitt lifa af, sérstaklega á 18. öld. Þar nota ég bókina Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnsson sem útgangspunkt. Í henni er merkileg greining á mannfjölda og aðstæðum og hörmungum sem þjóðin gekk í gegnum, en einnig fjallað um mikilvægi þess að vinna sig út úr þeim. Bókin talar inn í nútímann og framtíðina og í því sambandi legg ég áherslu á þekkingarsköpun í víðum skilningi og sköpunarkraft sem hefur skipt miklu máli í lífi okkar hér á þessari litlu eyju. Með því að draga þetta upp á persónulegan og vonandi snarpan hátt vona ég að ég nái að tengja við lesendur þannig að þeir hugleiði og rökræði skiptidagana sem við lifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning