Sport

Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serena Williams brást í grát þegar dómarinn gaf Osaka heilan leik vegna þriðja brots Serenu, þegar hún kallaði hann þjóf. Williams ræddi við yfirdómara mótsins sem ákvað að gera ekkert í málinu.
Serena Williams brást í grát þegar dómarinn gaf Osaka heilan leik vegna þriðja brots Serenu, þegar hún kallaði hann þjóf. Williams ræddi við yfirdómara mótsins sem ákvað að gera ekkert í málinu. Vísir/Getty

Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun.

Williams stal sviðsljósinu í úrslitum Opna bandaríska risamótsins um helgina þegar hún reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Naomi Osaka vann viðureignina og tryggði sér sinn fyrsta risatitil í tennis.

Á blaðamannafundi eftir viðureignina sagði Williams að hann hefði dæmt öðruvísi ef hún væri karlmaður. Steve Simon, formaður tennissambands kvenna (e. Women's Tennis Association) styður orð Williams og sagði sjálfur að dómarinn hefði sýnt meira umburðarlyndi fyrir orðum Williams hefði hún verið karlmaður.

„WTA trúir því að það eigi ekki að vera neinn munur á því hvar dómarinn dregur þröskuldinn varðandi umburðarlyndi á tilfinningum karla og kvenna,“ sagði í tilkynningu frá Simon.

„Okkur finnst því ekki hafa verið framfylgt á laugardagskvöldið.“

Formaður bandaríska tennissambandsins, Katrina Adams, hefur einnig tekið undir ásakanir Williams.

„Við horfum upp á karla gera þetta trekk í trekk,“ sagði Adams. „Það er ekkert jafnrétti þegar kemur að því hvernig karlar eða konur haga sér í garð dómara.“

Williams var sektuð 17 þúsund dollara fyrir brotin þrjú sem Ramos dæmdi á hana í úrslitunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.