Ágústa Eva og Gunni gefa út lag í minningu Lofts Gunnarssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 12:30 Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda bandið Sycamore Tree. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið. Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið.
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira