Ágústa Eva og Gunni gefa út lag í minningu Lofts Gunnarssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 12:30 Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda bandið Sycamore Tree. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið. Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið.
Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“