Fjalla um fyrsta kossinn, stefnumótið og önnur óþægileg atvik Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 19:30 Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira