Ný plata með Helga Björnssyni komin út Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2018 12:30 Ný plata komin út með Holy B. Söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson hefur gefið út nýja plötu sem ber heitið Ég stoppa hnöttinn með puttanum og inniheldur glæný lög, sem mestmegnis eru samin af þeim Helga Björnssyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Atla Bollasyni. Það er sama teymi og kom að laga - og textasmíðum á síðustu plötu Helga, Veröldin er ný. Eitt laganna á nýju plötunni er samið af þeim Helga og Pétri Benediktssyni. Heiti plötunnar vísar í samnefnt lag á plötunni. Hugurinn leitar út í heim og er óvissan látin ráða því hvert farið er næst með því að stoppa hnöttinn með puttanum. Fjöldi tónlistarmanna koma að gerð plötunnar, en þungamiðja hljóðfæraleiks er í höndum þessara: Guðmundur Óskar Guðmundsson (bassi, hljómborð, raddir) Örn Eldjárn (gítarar, raddir) Tómas Jónsson (hljómborð) Magnús Trygvason Eliassen (trommur) Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári í Hljóðrita, Masterkey Studios og í Studio Sjampó og upptökustjórn var í höndum Helga og Guðmundar Óskars.Lagalistinn:Einn af okkar allra bestu mönnum Ég stoppa hnöttinn með puttanum Vængir Við dönsuðum á húsþökum Strax í dag Ástin sefar Villingar Bankarán Platan er komin í helstu plötubúðir, tónlistarveitur og vefverslun aldamusic.is.Plötuumslagið lítur svona út.Hér fyrir neðan má svo hlusta á plötuna á Spotify. Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson hefur gefið út nýja plötu sem ber heitið Ég stoppa hnöttinn með puttanum og inniheldur glæný lög, sem mestmegnis eru samin af þeim Helga Björnssyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Atla Bollasyni. Það er sama teymi og kom að laga - og textasmíðum á síðustu plötu Helga, Veröldin er ný. Eitt laganna á nýju plötunni er samið af þeim Helga og Pétri Benediktssyni. Heiti plötunnar vísar í samnefnt lag á plötunni. Hugurinn leitar út í heim og er óvissan látin ráða því hvert farið er næst með því að stoppa hnöttinn með puttanum. Fjöldi tónlistarmanna koma að gerð plötunnar, en þungamiðja hljóðfæraleiks er í höndum þessara: Guðmundur Óskar Guðmundsson (bassi, hljómborð, raddir) Örn Eldjárn (gítarar, raddir) Tómas Jónsson (hljómborð) Magnús Trygvason Eliassen (trommur) Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári í Hljóðrita, Masterkey Studios og í Studio Sjampó og upptökustjórn var í höndum Helga og Guðmundar Óskars.Lagalistinn:Einn af okkar allra bestu mönnum Ég stoppa hnöttinn með puttanum Vængir Við dönsuðum á húsþökum Strax í dag Ástin sefar Villingar Bankarán Platan er komin í helstu plötubúðir, tónlistarveitur og vefverslun aldamusic.is.Plötuumslagið lítur svona út.Hér fyrir neðan má svo hlusta á plötuna á Spotify.
Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“