Ný plata með Helga Björnssyni komin út Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2018 12:30 Ný plata komin út með Holy B. Söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson hefur gefið út nýja plötu sem ber heitið Ég stoppa hnöttinn með puttanum og inniheldur glæný lög, sem mestmegnis eru samin af þeim Helga Björnssyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Atla Bollasyni. Það er sama teymi og kom að laga - og textasmíðum á síðustu plötu Helga, Veröldin er ný. Eitt laganna á nýju plötunni er samið af þeim Helga og Pétri Benediktssyni. Heiti plötunnar vísar í samnefnt lag á plötunni. Hugurinn leitar út í heim og er óvissan látin ráða því hvert farið er næst með því að stoppa hnöttinn með puttanum. Fjöldi tónlistarmanna koma að gerð plötunnar, en þungamiðja hljóðfæraleiks er í höndum þessara: Guðmundur Óskar Guðmundsson (bassi, hljómborð, raddir) Örn Eldjárn (gítarar, raddir) Tómas Jónsson (hljómborð) Magnús Trygvason Eliassen (trommur) Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári í Hljóðrita, Masterkey Studios og í Studio Sjampó og upptökustjórn var í höndum Helga og Guðmundar Óskars.Lagalistinn:Einn af okkar allra bestu mönnum Ég stoppa hnöttinn með puttanum Vængir Við dönsuðum á húsþökum Strax í dag Ástin sefar Villingar Bankarán Platan er komin í helstu plötubúðir, tónlistarveitur og vefverslun aldamusic.is.Plötuumslagið lítur svona út.Hér fyrir neðan má svo hlusta á plötuna á Spotify. Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson hefur gefið út nýja plötu sem ber heitið Ég stoppa hnöttinn með puttanum og inniheldur glæný lög, sem mestmegnis eru samin af þeim Helga Björnssyni, Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Atla Bollasyni. Það er sama teymi og kom að laga - og textasmíðum á síðustu plötu Helga, Veröldin er ný. Eitt laganna á nýju plötunni er samið af þeim Helga og Pétri Benediktssyni. Heiti plötunnar vísar í samnefnt lag á plötunni. Hugurinn leitar út í heim og er óvissan látin ráða því hvert farið er næst með því að stoppa hnöttinn með puttanum. Fjöldi tónlistarmanna koma að gerð plötunnar, en þungamiðja hljóðfæraleiks er í höndum þessara: Guðmundur Óskar Guðmundsson (bassi, hljómborð, raddir) Örn Eldjárn (gítarar, raddir) Tómas Jónsson (hljómborð) Magnús Trygvason Eliassen (trommur) Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári í Hljóðrita, Masterkey Studios og í Studio Sjampó og upptökustjórn var í höndum Helga og Guðmundar Óskars.Lagalistinn:Einn af okkar allra bestu mönnum Ég stoppa hnöttinn með puttanum Vængir Við dönsuðum á húsþökum Strax í dag Ástin sefar Villingar Bankarán Platan er komin í helstu plötubúðir, tónlistarveitur og vefverslun aldamusic.is.Plötuumslagið lítur svona út.Hér fyrir neðan má svo hlusta á plötuna á Spotify.
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira