Lífið

Haustspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Margir að sjá þig í öðru ljósi

Elsku Vatnberinn minn þegar þú hættir að láta þig dreyma, þá hættir þú að lifa. Lífið er ótrúlegra en nokkur skáldssaga og þú ert bara búinn með nokkra kafla af þinni lífssögu. Haltu fast við það að vera aðalleikarinn í þínu lífi, sitja á fremsta bekk þar sem þú getur og vera sá sem keyrir bílinn og ekki sá sem situr í aftursætinu og gefðu ekkert eftir.

Þú ert á ástríðufullu tímabili sem gefur töluvert miklar tilfinninga sveiflur; er ég að gera rétt eða er ég að gera rangt, hefði ég átt að gera þetta eða hefði ég átt að gera hitt? Þér finnst stundum eins og þú þekkir þig ekki einu sinni sjálfur, en það er bara eðlilegt, yfirleitt þekkir maður nágranna sína betur en sjálfan sig en þú átt það til að vera að leita að því hver er er ég?

Vandaðu orðin þín og sérstaklega við þá sem fara í taugarnar á þér og veldu tóninn vel í röddinni því að röddin er söngur sálarinnar svo æfðu þig í því að tala með mildi og hlusta á aðra með þolinmæði.  Það er stutt síðan að það var fullt tungl í Fiskamerkinu og hefur það mikil áhrif á líðan þína, en þetta tungl dregur fram bæði bestu og verstu tilfinningar sem eru í hjarta þínu.

Það eru svo margir að sjá þig í öðru ljósi og skilja í raun og veru hversu litrík persóna þú ert og þú setur mikinn svip á umhverfið. Það er ekki ótrúlegt þig langi til að mála eða breyta í kringum þig sama hvort þú ert staðsettur í stóru húsi, litlu herbergi eða í heimavistaskóla.

Þú ert að kalla fram meiri ást sem gefur þér háa orku, en heimilið er staðurinn sem byggir þig upp, þú þarft ekki að breyta um umhverfi til að líða betur eða að fara nokkurn skapaðan hlut. Í ástinni ertu heillandi því þú hefur svo upp á svo margt að bjóða og hefur aðdráttarafl á við Snæfellsjökul, svo ef þú ert á lausu, bjóddu þá í rómantískan kvöldverð og taktu áhættu því þú hefur engu að tapa í þeim málum. Peningamálin leysast, en þó samt á síðustu stundu, spennandi en samt stressandi. Þetta er svolítið eins og að vera í póker og þú sért kvíðinn yfir því að vera með lélegu spilin á hendi, en þú ert með réttu spilin elskan mín sem gerir þig að sigurvegara, því að „þetta reddast“ er setning sem að líklega var samin um þig.

Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.