Lífið

Atli Fannar og Lilja selja fallega íbúð við Kaplaskjólsveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atli Fannar, Lilja og sonur þeirra Tindur.
Atli Fannar, Lilja og sonur þeirra Tindur.

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og Lilja Kristjánsdóttir hafa sett íbúð sína við Kaplaskjólsveg á sölu en ásett verð er 42,9 milljónir.

Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í blokk í Vesturbænum. Eignin er 90 fermetrar að stærð í húsi sem byggt var árið 1957. Fasteignamat íbúðarinnar er um fjörutíu milljónir.

Tvær stofur eru í íbúðinni og eitt svefnherbergi. Parið tók eldhúsið í nefið á síðasta ári og er það svo gott sem nýtt.

„Við viljum bara stækka aðeins við okkur,“ segir Atli Fannar í samtali við Vísi og bætir við: „Og viljum helst ekki fara úr Vesturbænum, enda með kaffihús, kjörbúð, sundlaug, Ísbúð og bráðum hamborgarastað í göngufæri.“Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.
 

Blokk á fínum stað í Vesturbænum.
Björt og falleg stofa.
Eldhúsið nýuppgert og virkilega fallegt.
Baðherbergið glæsilegt.
Atli og Lilja hafa komið sér vel fyrir.
Fjölskyldan þarf að stækka við sig en nóg er plássið inni í hjónaherberginu.
Virkilega kósý sjónvarpshol.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.