Ekki frost í kortunum næstu vikuna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2018 18:45 Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór. Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór.
Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54
Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51