Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 20:24 Lögreglumenn staðfesta að þeir hafi þurft að sleppa útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. Mikil ólga er meðal þeirra vegna orða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráherra, um að lögreglan hafi nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Sigríður hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna orða sinna sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hún sagði að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé í löggæslumál og nú. Í frétt Stundarinnar í dag er þessi fullyrðing hrakin og þar er bent á að hún stangist á við ríkisreikninga og fjárlög. Í viðtalinu vísaði dómsmálaráðherra einnig á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglumönnum en í fréttum okkar síðustu daga hafa lögreglumenn lýst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn svart. Sjá frétt Stundarinnar: Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar Ef mönnun er skoðuð tíu ár aftur í tímann sést að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann hefur aukist verulega. Fjöldi ferðamanna hefur fjórfaldast á tíu árum.Vísir/Stöð 2Lögreglumönnum fækkað úr 374 í 307 á tíu árum Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna við störf á höfuðborgarsvæðinu 374 talsins en tíu árum seinna, eða árið 2017 hefur þeim fækkað í 307. Árið 2007 var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 192.000 en árið 2017 var fjöldinn 217.000 sem segir okkur að árið 2017 voru 706 íbúar á hvern lögreglumann en til samanburðar voru þeir 513 árið 2007 sem þýðir tæplega 30 prósent fjölgun íbúa á hvern lögreglumann. Ef við bætum við fjölda þeirra ferðamanna sem fara í gegnum Leifsstöð, en stór hluti þeirra fer í gegnum höfuðborgina á ferð sinni um landið, má sjá að árið 2007 voru tæplega 1.850 einstaklingar á hvern lögreglumann. Fjöldi ferðamanna fjórfaldast að áratugi liðnum En á þessum tíu árum hefur fjöldi ferðamanna fjórfaldast og árið 2017 voru tæplega 7900 einstaklingar á hvern lögreglumann. Lögreglumenn telja að það vanti fólk á götuna til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að takast á við.Birgir Örn, lögreglufulltrúi, segir ástandið hvorki vera boðlegt starfsfólki né almenningi.Vísir/stöð 2„Mín starfstöð er með allt austan Elliðarár, alveg inn í Hvalfjarðarbotn upp að litlu kaffistofu. Það eru tveir bílar sem sinna því svæði. Ef einn þeirra er inn í Hvalfirði þá er einn bíll með tæplega 60.000 manns,“ segir Sigurkarl Gústavsson lögreglumaður og Birgir Örn tekur undir: „Á þeirri stöð sem ég vinn á, sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti að það séu þrír þar á næturvakt, með rúmega 60.000 manna hverfi. Það segir sig sjálft að þetta er ekki boðlegt, hvorki fyrir lögreglumennina né íbúana,” segir hann. Þeir segjast iðulega þurfa að hlaupa á milli verkefna og erfiðast sé að koma á vettvang og þurfa að byrja á því að afsaka hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þeir segja báðir það koma fyrir að sleppa þurfi útköllum og forgangsraða verkefnum eftir alvarleika þeirra. „Ef að mannslíf er í húfi þá er það númer eitt, tvö og þrjú, svo er bara sett neðar það sem minna skiptir máli,“ segir Sigurkarl. Tengdar fréttir Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Lögreglumenn staðfesta að þeir hafi þurft að sleppa útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. Mikil ólga er meðal þeirra vegna orða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráherra, um að lögreglan hafi nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Sigríður hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna orða sinna sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hún sagði að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé í löggæslumál og nú. Í frétt Stundarinnar í dag er þessi fullyrðing hrakin og þar er bent á að hún stangist á við ríkisreikninga og fjárlög. Í viðtalinu vísaði dómsmálaráðherra einnig á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglumönnum en í fréttum okkar síðustu daga hafa lögreglumenn lýst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn svart. Sjá frétt Stundarinnar: Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar Ef mönnun er skoðuð tíu ár aftur í tímann sést að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann hefur aukist verulega. Fjöldi ferðamanna hefur fjórfaldast á tíu árum.Vísir/Stöð 2Lögreglumönnum fækkað úr 374 í 307 á tíu árum Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna við störf á höfuðborgarsvæðinu 374 talsins en tíu árum seinna, eða árið 2017 hefur þeim fækkað í 307. Árið 2007 var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 192.000 en árið 2017 var fjöldinn 217.000 sem segir okkur að árið 2017 voru 706 íbúar á hvern lögreglumann en til samanburðar voru þeir 513 árið 2007 sem þýðir tæplega 30 prósent fjölgun íbúa á hvern lögreglumann. Ef við bætum við fjölda þeirra ferðamanna sem fara í gegnum Leifsstöð, en stór hluti þeirra fer í gegnum höfuðborgina á ferð sinni um landið, má sjá að árið 2007 voru tæplega 1.850 einstaklingar á hvern lögreglumann. Fjöldi ferðamanna fjórfaldast að áratugi liðnum En á þessum tíu árum hefur fjöldi ferðamanna fjórfaldast og árið 2017 voru tæplega 7900 einstaklingar á hvern lögreglumann. Lögreglumenn telja að það vanti fólk á götuna til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að takast á við.Birgir Örn, lögreglufulltrúi, segir ástandið hvorki vera boðlegt starfsfólki né almenningi.Vísir/stöð 2„Mín starfstöð er með allt austan Elliðarár, alveg inn í Hvalfjarðarbotn upp að litlu kaffistofu. Það eru tveir bílar sem sinna því svæði. Ef einn þeirra er inn í Hvalfirði þá er einn bíll með tæplega 60.000 manns,“ segir Sigurkarl Gústavsson lögreglumaður og Birgir Örn tekur undir: „Á þeirri stöð sem ég vinn á, sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti að það séu þrír þar á næturvakt, með rúmega 60.000 manna hverfi. Það segir sig sjálft að þetta er ekki boðlegt, hvorki fyrir lögreglumennina né íbúana,” segir hann. Þeir segjast iðulega þurfa að hlaupa á milli verkefna og erfiðast sé að koma á vettvang og þurfa að byrja á því að afsaka hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þeir segja báðir það koma fyrir að sleppa þurfi útköllum og forgangsraða verkefnum eftir alvarleika þeirra. „Ef að mannslíf er í húfi þá er það númer eitt, tvö og þrjú, svo er bara sett neðar það sem minna skiptir máli,“ segir Sigurkarl.
Tengdar fréttir Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52