Lögreglumenn þurfa að sleppa útköllum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 20:24 Lögreglumenn staðfesta að þeir hafi þurft að sleppa útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. Mikil ólga er meðal þeirra vegna orða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráherra, um að lögreglan hafi nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Sigríður hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna orða sinna sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hún sagði að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé í löggæslumál og nú. Í frétt Stundarinnar í dag er þessi fullyrðing hrakin og þar er bent á að hún stangist á við ríkisreikninga og fjárlög. Í viðtalinu vísaði dómsmálaráðherra einnig á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglumönnum en í fréttum okkar síðustu daga hafa lögreglumenn lýst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn svart. Sjá frétt Stundarinnar: Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar Ef mönnun er skoðuð tíu ár aftur í tímann sést að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann hefur aukist verulega. Fjöldi ferðamanna hefur fjórfaldast á tíu árum.Vísir/Stöð 2Lögreglumönnum fækkað úr 374 í 307 á tíu árum Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna við störf á höfuðborgarsvæðinu 374 talsins en tíu árum seinna, eða árið 2017 hefur þeim fækkað í 307. Árið 2007 var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 192.000 en árið 2017 var fjöldinn 217.000 sem segir okkur að árið 2017 voru 706 íbúar á hvern lögreglumann en til samanburðar voru þeir 513 árið 2007 sem þýðir tæplega 30 prósent fjölgun íbúa á hvern lögreglumann. Ef við bætum við fjölda þeirra ferðamanna sem fara í gegnum Leifsstöð, en stór hluti þeirra fer í gegnum höfuðborgina á ferð sinni um landið, má sjá að árið 2007 voru tæplega 1.850 einstaklingar á hvern lögreglumann. Fjöldi ferðamanna fjórfaldast að áratugi liðnum En á þessum tíu árum hefur fjöldi ferðamanna fjórfaldast og árið 2017 voru tæplega 7900 einstaklingar á hvern lögreglumann. Lögreglumenn telja að það vanti fólk á götuna til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að takast á við.Birgir Örn, lögreglufulltrúi, segir ástandið hvorki vera boðlegt starfsfólki né almenningi.Vísir/stöð 2„Mín starfstöð er með allt austan Elliðarár, alveg inn í Hvalfjarðarbotn upp að litlu kaffistofu. Það eru tveir bílar sem sinna því svæði. Ef einn þeirra er inn í Hvalfirði þá er einn bíll með tæplega 60.000 manns,“ segir Sigurkarl Gústavsson lögreglumaður og Birgir Örn tekur undir: „Á þeirri stöð sem ég vinn á, sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti að það séu þrír þar á næturvakt, með rúmega 60.000 manna hverfi. Það segir sig sjálft að þetta er ekki boðlegt, hvorki fyrir lögreglumennina né íbúana,” segir hann. Þeir segjast iðulega þurfa að hlaupa á milli verkefna og erfiðast sé að koma á vettvang og þurfa að byrja á því að afsaka hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þeir segja báðir það koma fyrir að sleppa þurfi útköllum og forgangsraða verkefnum eftir alvarleika þeirra. „Ef að mannslíf er í húfi þá er það númer eitt, tvö og þrjú, svo er bara sett neðar það sem minna skiptir máli,“ segir Sigurkarl. Tengdar fréttir Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Lögreglumenn staðfesta að þeir hafi þurft að sleppa útköllum og setja brýnustu málin í forgang til að anna starfi sínu. Mikil ólga er meðal þeirra vegna orða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráherra, um að lögreglan hafi nægt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. Sigríður hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna orða sinna sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en hún sagði að aldrei hafi verið sett jafn mikið fé í löggæslumál og nú. Í frétt Stundarinnar í dag er þessi fullyrðing hrakin og þar er bent á að hún stangist á við ríkisreikninga og fjárlög. Í viðtalinu vísaði dómsmálaráðherra einnig á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglumönnum en í fréttum okkar síðustu daga hafa lögreglumenn lýst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn svart. Sjá frétt Stundarinnar: Sigríður Andersen fór með rangt mál um stöðu lögreglunnar Ef mönnun er skoðuð tíu ár aftur í tímann sést að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann hefur aukist verulega. Fjöldi ferðamanna hefur fjórfaldast á tíu árum.Vísir/Stöð 2Lögreglumönnum fækkað úr 374 í 307 á tíu árum Árið 2007 var fjöldi lögreglumanna við störf á höfuðborgarsvæðinu 374 talsins en tíu árum seinna, eða árið 2017 hefur þeim fækkað í 307. Árið 2007 var fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 192.000 en árið 2017 var fjöldinn 217.000 sem segir okkur að árið 2017 voru 706 íbúar á hvern lögreglumann en til samanburðar voru þeir 513 árið 2007 sem þýðir tæplega 30 prósent fjölgun íbúa á hvern lögreglumann. Ef við bætum við fjölda þeirra ferðamanna sem fara í gegnum Leifsstöð, en stór hluti þeirra fer í gegnum höfuðborgina á ferð sinni um landið, má sjá að árið 2007 voru tæplega 1.850 einstaklingar á hvern lögreglumann. Fjöldi ferðamanna fjórfaldast að áratugi liðnum En á þessum tíu árum hefur fjöldi ferðamanna fjórfaldast og árið 2017 voru tæplega 7900 einstaklingar á hvern lögreglumann. Lögreglumenn telja að það vanti fólk á götuna til að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að takast á við.Birgir Örn, lögreglufulltrúi, segir ástandið hvorki vera boðlegt starfsfólki né almenningi.Vísir/stöð 2„Mín starfstöð er með allt austan Elliðarár, alveg inn í Hvalfjarðarbotn upp að litlu kaffistofu. Það eru tveir bílar sem sinna því svæði. Ef einn þeirra er inn í Hvalfirði þá er einn bíll með tæplega 60.000 manns,“ segir Sigurkarl Gústavsson lögreglumaður og Birgir Örn tekur undir: „Á þeirri stöð sem ég vinn á, sem tilheyrir Kópavogi og Breiðholti að það séu þrír þar á næturvakt, með rúmega 60.000 manna hverfi. Það segir sig sjálft að þetta er ekki boðlegt, hvorki fyrir lögreglumennina né íbúana,” segir hann. Þeir segjast iðulega þurfa að hlaupa á milli verkefna og erfiðast sé að koma á vettvang og þurfa að byrja á því að afsaka hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þeir segja báðir það koma fyrir að sleppa þurfi útköllum og forgangsraða verkefnum eftir alvarleika þeirra. „Ef að mannslíf er í húfi þá er það númer eitt, tvö og þrjú, svo er bara sett neðar það sem minna skiptir máli,“ segir Sigurkarl.
Tengdar fréttir Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að aukning á fjárheimildum til málaflokksins hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 20. ágúst 2018 18:52