Fótbolti

Ajax í góðri stöðu í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Ajax, þar á meðal Daley Blind, fagna í kvöld.
Leikmenn Ajax, þar á meðal Daley Blind, fagna í kvöld. vísir/getty

Ajax er í góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Dyamo Kyiv í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ajax vann fyrri leik liðanna 3-1.

Donny van de Beek kom Ajax strax yfir á annarri mínútu en fjórtán mínútum síðar jafnaði Tomasz Kedziora.

Ajax náði þó að skora tvö mörk áður en að hálfleik kom. Hakim Ziyech kom Ajax í 2-1 og Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Southampton, skoraði þriðja markið.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Ajax því í fínandi málum fyrir síðari leikinn í Úkraínu en liðið sem vinnur þetta einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

AEK Aþena er einnig í góðum eftir 2-1 sigur á útivelli gegn ungverska liðinu Vidi FC. Young Boys og Dinamo Zagreb skildu svo jöfn, 1-1, er liðin mættust í Sviss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.