Stefnir ríkinu vegna Vafningsmálsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2018 07:30 Úr aðalmeðferð Vafningsmálsins í héraði. Guðmundur er lengst til vinstri og Þórður við hlið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira