Tónlist

Nýtt myndband Aphex Twin féll á flogaveikiprófi

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Mynd af Aphex Twin frá árinu 2000.
Mynd af Aphex Twin frá árinu 2000. Vísir/Getty

Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, eða Aphex Twin, gefur út stuttskífuna Collapse 14. september næstkomandi. Minnast má á að sama dag kemur einmitt út „síðasta plata“ Jóhanns Jóhannssonar.

Myndband við fyrsta lagið af stuttskífunni, T69 Collapse, hefur nú verið birt, en það átti að vera frumsýnt á sjónvarpsstöðinni Adult Swim í gærkvöldi áður en í ljós kom að myndbandið stóðst ekki svokallað Harding-próf. Prófið er notað til að meta hvort óhætt sé fyrir flogaveika að horfa á myndefni.

Listrænn stjórnandi Adult Swim greindi frá þessu á Twitter í gær.

Áður hafði birst mjög ólæsileg fréttatilkynning frá plötufyrirtæki listamannsins, Warp Records. Skýrara textainnihald myndarinnar má finna í svörum við tístinu.

Undanfarið hafa birst dularfullar vísbendingar um að ný útgáfa frá Aphex sé á leiðinni víðs vegar um heim.

Á sama tíma og nýja lagið var birt, tísti Aphex Twin sjálfur plötuumslaginu á nýju stuttskífunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.