Tónlist

Listaverk í lestarstöð í London gefa til kynna að Aphex Twin plata sé á leiðinni

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Aphex Twin á tónleikum.
Aphex Twin á tónleikum. Getty/Kristy Sparow

Tónlistarmaðurinn framúrstefnulegi Aphex Twin fer oft ótroðnar slóðir í kynningu á tónlist sinni. The Guardian greinir frá að nýlega birtust dularfullar myndir á veggjum neðanjarðarlestarstöðvarinnar Elephant & Castle í London. Myndirnar eru af bjöguðu einkennismerki Aphex, sem heitir réttu nafni Richard D. James, og þykja gefa til kynna að von sé á nýrri plötu frá honum.

Fyrir síðustu útgáfu hans, Syro, frá árinu 2014, flaug einmitt ljósgrænt loftfar yfir næturklúbbinn Oval Space í London. Á því var einkennismerki tónlistarmannsins, og minna nýju myndirnar óneitanlega á þá óvæntu kynningarherferð.

Valið á staðsetningu myndanna í Elephant & Castle stöðinni gæti hafa komið til vegna gamals orðróms um að Richard hafi búið í glerbyggingu á hringtorgi þar í grennd, en einnig hefur hann verið talinn búa í yfirgefnum banka nærri. Það hefur þó verið sýnt fram á að hann hafi ekki búið í téðri glerbyggingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.