Dásamlegt að hjóla um Ísland þrátt fyrir holótta vegi, rútur í vegkanti og kanadíska flatlendið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 09:00 Jacob Stasso og Cole Truant, kanadískir námsmenn á nítjánda ári, í rigningunni fyrir utan þjónustuðmiðstöðina við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira