Bíó og sjónvarp

Aðalleikari The Walking Dead segir skilið við seríuna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikarinn Andrew Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í The Walking Dead síðan árið 2010.
Leikarinn Andrew Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í The Walking Dead síðan árið 2010. Vísir/getty

Framleiðandi sjónvarpsþáttanna The Walking Dead hefur staðfest að níunda þáttaröðin verði sú síðasta sem skarti leikaranum, Andrew Lincoln, í aðalhlutverki. Lincoln fer með hlutverk aðalsöguhetju þáttanna, Rick Grimes.

Framleiðandinn Robert Kirkman sagði í viðtali við IMDB í vikunni að „það liti allt út fyrir það“ að Lincoln myndi hætta. Þá sagði hann að handritshöfundar hygðust skrifa Lincoln út úr þættinum á „einstakan hátt“ og að von væri á einhverju alveg stórkostlegu í þeim efnum.

Kirkman dró þó nokkuð í land með fullyrðingar sínar í viðtali við Buzzfeed í gær.

Brotthvarf Lincoln virðist þó eiga sér nokkurn aðdraganda en orðrómar um að hann hafi óskað eftir því að vera skrifaður út úr þættinum í níundu seríu komust nýlega á kreik. Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í Walking Dead síðan þættirnir voru frumsýndir árið 2010.

Þá greindi Hollywood Reporter frá því að Norman Reedus, sem fer með hlutverk Daryl Dixon í þáttaröðinni, sé í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í stað Lincoln. Níunda þáttaröð The Walking Dead verður frumsýnd í janúar á næsta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.