Innlent

Formaður samninganefndar ljósmæðra vongóð

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. Vísir/eyþór
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir miðlunartillöguna sem lögð var fram í dag, sem leiddi til þess að verkfalli ljósmæðra var aflýst, vera mjög sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Verði tillagan samþykkt þá komi til sambærilegar hækkanir og kveðið var á um í samningi ljósmæðra og fjármálaráðherra frá því í maí

„Hún er í raun og veru mjög sambærileg og nokkurn veginn samhljóða henni. En stóra myndin er sú að í raun og veru er um að ræða verði tillagan samþykkt þá koma til sambærilegar hækkanir og var kveðið á um í samningin ljósmæðra og fjármálaráðherra frá því í maí síðastliðnum.

Að öðru leyti að því að sá ágreiningur sem að hefur staðið í milli aðila um það að hvaða leyti launasetning ljósmæðra taki mið af breyttum aðstæðum, auknu álagi og svo framvegis í starfi þeirra að hvaða leyti það hefur skilað sér inn í launasetningu. Þannig að gerðardómi er falið að meta þetta. Þær féllust á að ég myndi leggja hana fram og þá er sem sagt verkfallinu eða yfirvinnubanninu aflýst,“ segir Bryndís.

Ljósmæður hafa til miðvikudags til að greiða atkvæði.Vísir/Elín

Bindur vonir við að þetta verði samþykkt

„Já þegar allt kemur til alls þá er ég vongóð. Ég held að þetta sé það lengsta sem við höfum komist,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndar ljósmæðra.

Katrín segir þetta stuttan tíma sem félagsmenn hafa til þess að greiða atkvæði um tillögunum og að hún bindi vonir við að þetta verði samþykkt.

„Við munum kynna þetta fyrir okkar félagskonum á morgun og svo hefst atkvæðagreiðsla á mánudag og stendur yfir fram á miðvikudag. Þannig að þetta er svona tiltölulega stuttur tími sem að atkvæðagreiðslan stendur yfir. Þannig að við ættum að vita bara seinnipart miðvikudags hvað kemur út úr þessu og ég bind vonir við að þetta verði samþykkt.


Tengdar fréttir

Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað

Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×