Svífa um í enskum vals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 06:00 Það er ekki bara fótaburðurinn sem skiptir máli í dansinum heldur líka danshaldið, líkamsstaðan og fatnaðurinn, og skórnir verða að smellpassa Fréttablaðið/Anton Brink Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira