Sprengjusveit ræst út og götum lokað á Manhattan vegna gleymsku Íslendings Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júlí 2018 22:37 Bandarísku lögreglumennirnir höfðu lítinn húmor fyrir uppákomunni að sögn Róberts Þóris. Róbert Þórir Róbert Þórir Sigurðsson var heldur seinheppinn í dag þegar hann gleymdi innpökkuðu tjaldi fyrir utan hótelið sem hann dvelur á. Hann fattaði ekki að hann hefði gleymt pakkanum fyrr en konan í móttökunni benti honum á að hann mætti með engu móti yfirgefa hótelið vegna þess að það væru talsverðar líkur á að það væri sprengja fyrir utan. „Sprengjan“ reyndist síðan vera pakkinn hans Róberts. Á annan tug lögreglubíla auk sprengjusveitar voru þá mætt á svæðið og Róbert neyðist til þess að útskýra fyrir lögregluyfirvöldum að þetta væri í raun og veru tjald sem hann hefði gleymt.Að ljúka fimm vikna bíltúr Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Róberti var hann búinn að jafna sig eftir uppákomuna og var jafnvel farinn að geta hlegið að atvikinu. Róbert var á síðasta áfangastað heilmikillar reisu um Bandaríkin þegar „stóra pakkamálið“ kom upp. Hann er staddur í New York með fjölskyldu sinni sem hann hefur ferðast með frá Flórída til New York í heilar fimm vikur.Hið dularfulla tjald.Róbert Þórir„Það var bara þannig að við vorum að tæma úr bílnum okkar og það var svo mikið af farangri og þetta hefur bara gleymst. Ég fer síðan að skila bílaleigubílnum og þetta er um hádegið sem þetta gerist. Það líða svona tveir tímar og þá förum við aftur upp á hótel og förum beint út og skoðum Manhattan og komum svo til baka og ætlum að fara út að borða klukkan svona sjö. Þá er okkur bannað að fara út því það væri líklega sprengja fyrir utan,“ segir Róbert um aðdraganda uppákomunnar.„Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál“ Þegar hann hafi ætlað að bregða sér út af hótelinu hafi hótelstarfsmaður stoppað hann af og sagt að hann mætti alls ekki fara út fyrir hússins dyr vegna þess að líklega væri sprengja fyrir utan. Konan í afgreiðslunni útskýrði mál sitt með bendingum og þá varð honum starsýnt á böggulinn og áttaði sig á því að „sprengjan“ væri ekkert annað en tjaldið sem hann hafði keypt, pakkað inn og gleymt fyrir utan. Þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir konunni sagði hún alvarleg í bragði: „Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál.“Róbert Þórir þurfti að sanna fyrir lögreglumanninum að hann ætti í raun og veru pakkann.Róbert ÞórirSprengjusveit og götulokanir Þegar Róbert náði loks að sannfæra konuna sprakk hún úr hlátri yfir þessum vandræðalegu aðstæðum. Þegar Róbert brá sér út fyrir dyr blasti við honum á annan eða jafnvel þriðja tug lögreglubíla og þá var búið að loka á alla umferð um stórt svæði í Manhattan. Í þann mund sem sprengjusveitin gerði sig líklega til að nálgast pakkann gaf Róbert sig á tal við lögregluna og sagðist eiga pakkann. Róbert hlær dátt að uppákomunni þó hún hafi verið eilítið skömmustuleg. Hann segist núna eiga góða ferðasögu en verra þykir honum þó að lögreglan skuli ekki hafa haft jafn mikinn húmor fyrir „stóra pakkamálinu“ og hann sjálfur segir Róbert í gamni. „Þeir voru ekki sáttir við mig en þetta leystist þó með farsælum hætti á endanum,“ segir Róbert sem snýr aftur til Íslands eftir tvo daga eftir vægast sagt viðburðaríka ferð til Bandaríkjanna.Hér að neðan er hægt að horfa á bráðskemmtilegt myndband af atvikinu. Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Róbert Þórir Sigurðsson var heldur seinheppinn í dag þegar hann gleymdi innpökkuðu tjaldi fyrir utan hótelið sem hann dvelur á. Hann fattaði ekki að hann hefði gleymt pakkanum fyrr en konan í móttökunni benti honum á að hann mætti með engu móti yfirgefa hótelið vegna þess að það væru talsverðar líkur á að það væri sprengja fyrir utan. „Sprengjan“ reyndist síðan vera pakkinn hans Róberts. Á annan tug lögreglubíla auk sprengjusveitar voru þá mætt á svæðið og Róbert neyðist til þess að útskýra fyrir lögregluyfirvöldum að þetta væri í raun og veru tjald sem hann hefði gleymt.Að ljúka fimm vikna bíltúr Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Róberti var hann búinn að jafna sig eftir uppákomuna og var jafnvel farinn að geta hlegið að atvikinu. Róbert var á síðasta áfangastað heilmikillar reisu um Bandaríkin þegar „stóra pakkamálið“ kom upp. Hann er staddur í New York með fjölskyldu sinni sem hann hefur ferðast með frá Flórída til New York í heilar fimm vikur.Hið dularfulla tjald.Róbert Þórir„Það var bara þannig að við vorum að tæma úr bílnum okkar og það var svo mikið af farangri og þetta hefur bara gleymst. Ég fer síðan að skila bílaleigubílnum og þetta er um hádegið sem þetta gerist. Það líða svona tveir tímar og þá förum við aftur upp á hótel og förum beint út og skoðum Manhattan og komum svo til baka og ætlum að fara út að borða klukkan svona sjö. Þá er okkur bannað að fara út því það væri líklega sprengja fyrir utan,“ segir Róbert um aðdraganda uppákomunnar.„Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál“ Þegar hann hafi ætlað að bregða sér út af hótelinu hafi hótelstarfsmaður stoppað hann af og sagt að hann mætti alls ekki fara út fyrir hússins dyr vegna þess að líklega væri sprengja fyrir utan. Konan í afgreiðslunni útskýrði mál sitt með bendingum og þá varð honum starsýnt á böggulinn og áttaði sig á því að „sprengjan“ væri ekkert annað en tjaldið sem hann hafði keypt, pakkað inn og gleymt fyrir utan. Þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir konunni sagði hún alvarleg í bragði: „Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál.“Róbert Þórir þurfti að sanna fyrir lögreglumanninum að hann ætti í raun og veru pakkann.Róbert ÞórirSprengjusveit og götulokanir Þegar Róbert náði loks að sannfæra konuna sprakk hún úr hlátri yfir þessum vandræðalegu aðstæðum. Þegar Róbert brá sér út fyrir dyr blasti við honum á annan eða jafnvel þriðja tug lögreglubíla og þá var búið að loka á alla umferð um stórt svæði í Manhattan. Í þann mund sem sprengjusveitin gerði sig líklega til að nálgast pakkann gaf Róbert sig á tal við lögregluna og sagðist eiga pakkann. Róbert hlær dátt að uppákomunni þó hún hafi verið eilítið skömmustuleg. Hann segist núna eiga góða ferðasögu en verra þykir honum þó að lögreglan skuli ekki hafa haft jafn mikinn húmor fyrir „stóra pakkamálinu“ og hann sjálfur segir Róbert í gamni. „Þeir voru ekki sáttir við mig en þetta leystist þó með farsælum hætti á endanum,“ segir Róbert sem snýr aftur til Íslands eftir tvo daga eftir vægast sagt viðburðaríka ferð til Bandaríkjanna.Hér að neðan er hægt að horfa á bráðskemmtilegt myndband af atvikinu.
Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira