Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Guðmundur hefur opnað veitingahúsið Rakang Thai. Fréttablaðið/Þórsteinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira