Kynna fjölþjóðlega listheima á mettíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 09:00 Húsnæði SÍM við Hafnarstræti þar sem listamannaspjallið fer fram. Gestalistamenn SÍM (Sambands íslenskra myndlistarmanna) standa fyrir listamannaspjalli í SÍM-húsinu við Hafnarstræti 16 klukkan 16 í dag. Þeir eru fjórtán talsins og koma frá öllum heimshornum, allt frá Norður-Kóreu til Kanada, að sögn Katrínar Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra SÍM. „Spjallið verður með hraðstefnumóta-ívafi þar sem hver listamaður kynnir verk sín á fimm mínútum. Síðan situr hann fyrir svörum í aðrar fimm mínútur. Þannig gengur þetta koll af kolli og því fá gestir tækifæri til að kynnast fjölþjóðlegum listheimum á mettíma,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. „Allt þetta fólk hefur dvalið hér síðustu vikur og verður áfram út mánuðinn og sumt lengur. Að minnsta kosti þrír úr hópnum voru hér í fyrra líka og Gabriel Goldberg hefur verið viðloðandi Ísland síðustu ár, hann er tónlistarmaður líka. Svo hefur George Scott MacLeod verið að vinna með víkingana og söguhefðina í samvinnu við HÍ. Hann er núna að taka upp myndbandsverk með henni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur myndlistarkonu,“ upplýsir Helena. Spjallið fer fram á ensku. Kaffi og aðrar veitingar verða á boðstólum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gestalistamenn SÍM (Sambands íslenskra myndlistarmanna) standa fyrir listamannaspjalli í SÍM-húsinu við Hafnarstræti 16 klukkan 16 í dag. Þeir eru fjórtán talsins og koma frá öllum heimshornum, allt frá Norður-Kóreu til Kanada, að sögn Katrínar Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra SÍM. „Spjallið verður með hraðstefnumóta-ívafi þar sem hver listamaður kynnir verk sín á fimm mínútum. Síðan situr hann fyrir svörum í aðrar fimm mínútur. Þannig gengur þetta koll af kolli og því fá gestir tækifæri til að kynnast fjölþjóðlegum listheimum á mettíma,“ segir hún og tekur fram að allir séu velkomnir. „Allt þetta fólk hefur dvalið hér síðustu vikur og verður áfram út mánuðinn og sumt lengur. Að minnsta kosti þrír úr hópnum voru hér í fyrra líka og Gabriel Goldberg hefur verið viðloðandi Ísland síðustu ár, hann er tónlistarmaður líka. Svo hefur George Scott MacLeod verið að vinna með víkingana og söguhefðina í samvinnu við HÍ. Hann er núna að taka upp myndbandsverk með henni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur myndlistarkonu,“ upplýsir Helena. Spjallið fer fram á ensku. Kaffi og aðrar veitingar verða á boðstólum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira