Ópin reyndust vera frygðarstunur Benedikt Bóas skrifar 12. júlí 2018 06:00 Parið skemmti sér trúlega vel þó að nágrönnunum hafi ekki verið skemmt. Fannst hljóðin heldur há og mikil. „Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda. Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
„Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda.
Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13