Lífið

Klámáhorf Íslendinga hríðféll á meðan strákarnir spiluðu á HM

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Strákarnir okkar í landsliðinu voru Íslendingum hugleiknari en klámið á leikdögum.
Strákarnir okkar í landsliðinu voru Íslendingum hugleiknari en klámið á leikdögum. Mynd/Samsett

Klámáhorf Íslendinga tók skarpa dýfu á meðan á leikjum íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu stóð nú í júní, að því er fram kemur í áhorfstölum Pornhub, einnar stærstu klámsíðu heims.

Í samantekt Pornhub kemur fram að Ísland hafnaði í þriðja sæti yfir þau lönd sem tóku fótboltann fram yfir klámið þegar lið þeirra spilaði í riðlakeppni HM.

Umferð inn á Pornhub minnkaði mest í Senegal, eða um 47%, þegar senegalska landsliðið lék sína leiki á mótinu og þar á eftir komu 45% í Íran. Eins og áður sagði var Ísland í þriðja sæti en samkvæmt áðurnefndri tölfræði fóru 42% færri íslenskir notendur inn á Pornhub á meðan leikjum íslenska landsliðsins stóð en ella.

Mynd/Pornhub

Ástralía, Rússland, Kosta Ríka og Frakkland gátu hins vegar síður slitið sig frá kláminu. Í öllum tilvikum minnkaði umferð inn á Pornhub innan við 10% þegar leikir landsliðanna stóðu yfir og var munurinn minnstur í Ástralíu, eða 5%.

Samantekt um klámtölfræði Pornhub yfir heimsmeistaramótið má nálgast hér.

Í ársskýrslu Pornhub fyrir árið 2017 kom m.a. fram að klámnotkun íslenskra kvenna er undir meðallagi. Í ársskýrslunni fyrir árið á undan kom þó fram að Íslendingar horfðu næstmest á klám miðað við höfðatölu af öllum þjóðum í heiminum.


Tengdar fréttir

Íslendingar í öðru sæti í klámneyslu

Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.