Lífið

Klámáhorf Íslendinga hríðféll á meðan strákarnir spiluðu á HM

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Strákarnir okkar í landsliðinu voru Íslendingum hugleiknari en klámið á leikdögum.
Strákarnir okkar í landsliðinu voru Íslendingum hugleiknari en klámið á leikdögum. Mynd/Samsett
Klámáhorf Íslendinga tók skarpa dýfu á meðan á leikjum íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu stóð nú í júní, að því er fram kemur í áhorfstölum Pornhub, einnar stærstu klámsíðu heims.

Í samantekt Pornhub kemur fram að Ísland hafnaði í þriðja sæti yfir þau lönd sem tóku fótboltann fram yfir klámið þegar lið þeirra spilaði í riðlakeppni HM.

Umferð inn á Pornhub minnkaði mest í Senegal, eða um 47%, þegar senegalska landsliðið lék sína leiki á mótinu og þar á eftir komu 45% í Íran. Eins og áður sagði var Ísland í þriðja sæti en samkvæmt áðurnefndri tölfræði fóru 42% færri íslenskir notendur inn á Pornhub á meðan leikjum íslenska landsliðsins stóð en ella.

Mynd/Pornhub
Ástralía, Rússland, Kosta Ríka og Frakkland gátu hins vegar síður slitið sig frá kláminu. Í öllum tilvikum minnkaði umferð inn á Pornhub innan við 10% þegar leikir landsliðanna stóðu yfir og var munurinn minnstur í Ástralíu, eða 5%.

Samantekt um klámtölfræði Pornhub yfir heimsmeistaramótið má nálgast hér.

Í ársskýrslu Pornhub fyrir árið 2017 kom m.a. fram að klámnotkun íslenskra kvenna er undir meðallagi. Í ársskýrslunni fyrir árið á undan kom þó fram að Íslendingar horfðu næstmest á klám miðað við höfðatölu af öllum þjóðum í heiminum.


Tengdar fréttir

Klámnotkun íslenskra kvenna undir meðallagi

Samkvæmt tölfræðiuppgjöri Pornhub, stærstu klámsíðu veraldar, fyrir árið 2017 er klámnotkun íslenskra kvenna undir meðallagi samanborið við önnur lönd.

Íslendingar í öðru sæti í klámneyslu

Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×