Segir merkingum við ár ábótavant: Tjón geti hlaupið á milljónum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2018 19:00 Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira