Tónlist

Rapparinn Smoke Dawg skotinn til bana

Bergþór Másson skrifar
Smoke Dawg, sem lést 21 árs.
Smoke Dawg, sem lést 21 árs. Nike
Kanadíski rapparinn Smoke Dawg var myrtur í skotárás í dagsbirtu í Toronto, Kanada í gær.

Lögregla Toronto segir að skotum hafi verið hleypt af laugardagskvöldið í Entertainment hverfi Torontoborgar sem leiddi til þess að þrjú alvarlega særð fórnarlömb voru flutt með hraði á spítala og var Smoke Dawg einn þeirra.

Kanadíska skáldið, Mustafa The Poet, staðfestir hér á Twitter síðu sinni að rapparinn Smoke Dawg sé látinn.

Smoke Dawg var 21 árs gamall. Hann hafði getið sér gott orð fyrir frumlegan stíl og spilað stórt hlutverk í nýju rappsenu Toronto.

Smoke Dawg og kanadíska stórstjarnan Drake voru hinir mestu mátar og kom hann meðal annars fram á Evróputúr Drakes í fyrra.

Drake minnist látna rapparans Smoke Dawg.Skjáskot / Instagram
Samstarf Smoke Dawg og breska rapparans Skepta má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×