Von á lægðum annan hvern dag út næstu viku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 11:42 Það gæti rignt og blásið á landsmenn út næstu viku. VÍSIR/GVA Landsmenn ættu að njóta veðursins í dag því að von er á lægðagangi út næstu viku. Helst mun sjá til sólar á Norðausturlandi og Austurlandi.Skaplegt veður er víða um land og á höfuðborgarsvæðinu er glampasól, varla ský á himni og slefar hitinn meira að segja yfir tveggja stafa töluna.„Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðingsins á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir þó einnig að á morgun muni veðrið breytast talsvert.„Það er bara lægðagangur alla næstu viku,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi um veðrið framundan.„Það kemur lægð annan hvern dag. Það rétt dúrar á milli,“ segir Björn.Lægðunum fylgir úrkoma sem að sögn Björns Sævars mun aðallega vera sunnan- og vestanlands. Þá sérstaklega næstkomandi miðvikudag þar sem útlit er fyrir „austanslagveðursrigningu um mest allt land.“Helst er útlit fyrir að norðaustur- og austurlandi fari best út úr lægðaganginum sem framundan er og eru þokkalegar líkur á sólskyni og þurrviðri á þeim slóðum um helgina.„En svo er rigning þar líka á mánudag,“ segir Björn Sævar. Svona verður veðrið klukkan fimm í dag.Veðurhorfur á landinuNorðvestan 3-10 m/s og víða léttskýjað í dag. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. Vaxandi sunnanátt í nótt, 8-15 og rigning um landið vestanvert á morgun, en heldur hægari suðvestanátt og lengst af þurrt austantil. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, annars skýjað og súld eða rigning framan af degi. Hiti 7 til 12 stig en allt að 20 á Austurlandi.Á laugardag:Suðlæg átt, 5-13, og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 17 um landið NA-vert.Á sunnudag:Suðvestanátt, 3-10, og dálítil súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Víða rigning um kvöldið. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 20 um landið NA-vertÁ mánudag:Vestlæg átt, 5-13, með rigningu um nær allt land, mest á Norðurlandi. Hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og skúrir vestantil á landinu en bjartviðri austanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast austanlands.Á miðvikudag:Útlit fyrir austanslagveðursrigningu um mest allt land. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Landsmenn ættu að njóta veðursins í dag því að von er á lægðagangi út næstu viku. Helst mun sjá til sólar á Norðausturlandi og Austurlandi.Skaplegt veður er víða um land og á höfuðborgarsvæðinu er glampasól, varla ský á himni og slefar hitinn meira að segja yfir tveggja stafa töluna.„Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðingsins á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir þó einnig að á morgun muni veðrið breytast talsvert.„Það er bara lægðagangur alla næstu viku,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi um veðrið framundan.„Það kemur lægð annan hvern dag. Það rétt dúrar á milli,“ segir Björn.Lægðunum fylgir úrkoma sem að sögn Björns Sævars mun aðallega vera sunnan- og vestanlands. Þá sérstaklega næstkomandi miðvikudag þar sem útlit er fyrir „austanslagveðursrigningu um mest allt land.“Helst er útlit fyrir að norðaustur- og austurlandi fari best út úr lægðaganginum sem framundan er og eru þokkalegar líkur á sólskyni og þurrviðri á þeim slóðum um helgina.„En svo er rigning þar líka á mánudag,“ segir Björn Sævar. Svona verður veðrið klukkan fimm í dag.Veðurhorfur á landinuNorðvestan 3-10 m/s og víða léttskýjað í dag. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. Vaxandi sunnanátt í nótt, 8-15 og rigning um landið vestanvert á morgun, en heldur hægari suðvestanátt og lengst af þurrt austantil. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, annars skýjað og súld eða rigning framan af degi. Hiti 7 til 12 stig en allt að 20 á Austurlandi.Á laugardag:Suðlæg átt, 5-13, og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 17 um landið NA-vert.Á sunnudag:Suðvestanátt, 3-10, og dálítil súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Víða rigning um kvöldið. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 20 um landið NA-vertÁ mánudag:Vestlæg átt, 5-13, með rigningu um nær allt land, mest á Norðurlandi. Hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og skúrir vestantil á landinu en bjartviðri austanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast austanlands.Á miðvikudag:Útlit fyrir austanslagveðursrigningu um mest allt land.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira